Innkalla sítrónufrómas úr Krónunni

Um er að ræða öll lötunúmer og allar dagsetningar á …
Um er að ræða öll lötunúmer og allar dagsetningar á Blomsterbergs citronfromage. Ljósmynd/Aðsend

Krónan, í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, hefur innkallað Blomsterbergs citronfromage vegna ómerktra ofnæmis- og óþolsvalda, en í vörunum er að finna möndlur og hnetur.

Um er að ræða öll lotunúmer og allar dagsetningar á Blomsterbergs citronfromage, sem Krónan flytur inn frá Sood N Joy SA í Belgíu og er dreift í verslanir Krónunnar um land allt.

Viðskiptavinir sem keypt hafa umrædda vöru og eru viðkvæmir fyrir hnetum eða möndlum og afurðum úr þeim eru hvattir til að neyta hennar ekki, farga eða skila henni í verslun þar sem hún var keypt. Tekið skal fram að varan er skaðlaus þeim sem ekki eru viðkvæmir fyrir hnetum eða afurðum úr þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert