Lýst eftir Land Rover Discovery

Bifreiðin er af gerðinni Land Rover Discovery.
Bifreiðin er af gerðinni Land Rover Discovery. Ljósmynd/Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir svörtum Land Rover Discovery árgerð 2014 með skráningarnúmerið TL-L94 en honum var stolið í nótt frá Bjarnarstíg í Reykjavík.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 112.

mbl.is