Metfjöldi skemmtiferðaskipa

Við Skarfabakka. Á háannatíma yfir sumarið liggja stundum sex skemmtiferðaskip …
Við Skarfabakka. Á háannatíma yfir sumarið liggja stundum sex skemmtiferðaskip samtímis í Sundahöfn. mbl/Arnþór Birkisson

Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar skipakomur farþegaskipa og farþegafjölda hingað til lands. Þetta segir Erna Kristjánsdóttir, markaðsstjóri Faxaflóahafna. Skipakomum hefur fjölgað árlega undanfarin ár.

Alls eru áætlaðar 184 skipakomur farþegaskipa til Faxaflóahafna á árinu og með þeim koma 189.908 farþegar. Áætluð fjölgun á skipakomum er því rúmlega 17% milli ára og fjölgun farþega rúmlega 24%. Árið 2018 voru skipakomur 166 talsins og farþegafjöldi nálægt 150 þúsund. Mögulega mun skráningum skipa fjölga þegar líður á árið.

Sögulegur viðburður verður 19. júlí. Þá kemur til Reykjavíkur farþegaskipið Queen Mary 2. Drottningin er 345 metrar að lengd og lengsta farþegaskip sem hingað hefur komið. Nokkur önnur risaskip munu hafa viðkomu hér á landi í sumar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert