Mikilvægt að sýna starfsmönnum nærgætni

Eitt hinna umdeildu málverka Gunnlaugs Blöndal.
Eitt hinna umdeildu málverka Gunnlaugs Blöndal.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að mál er varðar listaverk í eigu Seðlabankans væri tvíþætt og jafnvel þríþætt. Hún svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar sem spurði Katrínu um ákvörðun bankans um að færa til ákveðin listaverk.

Katrín sagðist vera mikill talsmaður listræns frelsis og telur að það eigi ekki að skerða. „Það er grundvallarsjónarmið í mínum huga,“ sagði forsætisráðherra. 

Hún sagði einnig að það væri úrlausnarverkefni Seðlabankans að tryggja að listaverk séu til sýnis í þeim rýmum þar sem þau hafa ekki þau áhrif að vera sett í óþægilegt samhengi fyrir starfsmenn.

Hún sagðist hafa fullan skilning á því að list geti stuðað og henni þykir mikilvægt að stofnanir ríkisins sýni starfsmönnum nærgætni og tilhlýðilega tillitssemi. 

En stóra málið í þessu er að miklu máli skiptir að varðveita listrænt frelsi. Það skiptir líka miklu máli að við sýnum hvert öðru alúð og högum okkur eftir því en virðum um leið að list er alls konar og birtir alls konar sjónarmið og þannig á það að vera. Því megum við ekki glata,“ sagði Katrín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert