Ráðherra hafi ekki verið hæfur

mbl.is/Helgi Bjarnason

Mál Laxinn lifi, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Akurholts ehf., Geiteyrar ehf., Ara P. Wendel, Víðis Hólm Guðbjartssonar, Atla Árdal Ólafssonar, Varplands hf. og Veiðifélags Laxár á Ásum, gegn Arctic Sea Farm hf. og íslenska ríkinu annars vegar og Fjarðarlaxi ehf. og íslenska ríkinu hins vegar, voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 

Stefnendur fara fram á að bráðabirgðarekstrarleyfi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gaf út í nóvember til fyrirtækjanna, eftir að Alþingi samþykkti lög til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra legðist af, verði felld úr gildi. Við þingfestingu málsins var óskað eftir fresti til að skila greinargerðum og hann veittur til 6. febrúar nk., en dómari féllst á beiðni stefnanda um að málið sætti flýtimeðferð. 

Annmarkar séu á útgáfu leyfanna

Flóki Ásgeirsson, lögmaður á Málflutningsstofu Reykjavíkur sem fer með málið fyrir hönd stefnenda, segir að málatilbúnaður þeirra byggi á því að útgáfa leyfanna í byrjun nóvember hafi verið haldin margvíslegum annmörkum sem tengist margir hverjir aðdraganda málsins. Meðal annars er því haldið fram að ráðherra hafi ekki verið hæfur til útgáfu leyfanna í ljósi þess að hann hafi lýst afstöðu sinni til málsins í aðdragandanum.

„Eins og kunnugt er voru rekstrarleyfi, sem Matvælastofnun gaf út árið 2017, felld úr gildi af úrskurðarnefndinni í lok september sl. Í kjölfarið fór ráðherra af stað með lagasetningu til þess að breyta lögum um fiskeldi og færa inn í þau nýja heimild um bráðabirgðaleyfi. Í framhaldi af því eru þau gefin út og stefnendur byggja á því að við lagasetningarferlið og leyfisveitingarferlið hafi ekki verið vandað nægilega til verka, en hvort tveggja fór fram á mjög skömmum tíma,“ segir hann.

Eitt þeirra atriða sem stefnendur byggja á er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi skort hæfi til að leysa úr málum fyrirtækjanna eftir að hafa tjáð sig um mál þeirra.

„Eitt atriði sem stefnendur byggja á er að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem bæði brást við úrskurðum úrskurðarnefndarinnar í fjölmiðlum og hafði síðan forgöngu um þessa lagasetningu, afgreiddi síðan sjálfur leyfið í kjölfarið eftir að hafa tekið mjög eindregna afstöðu til þessara tilteknu mála í fjölmiðlum og reyndar líka á Alþingi. Stefnendur byggja á því að ráðherra hafi í raun skort hæfi til að leysa úr málunum eftir að hann hafði tjáð sig með þessum hætti,“ segir Flóki.

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Löggjöfin standist ekki stjórnarskrá

Þá byggja stefnendur m.a. á því að löggjöfin um heimild til útgáfu bráðabirgðarekstrarleyfa hafi verið afturvirk og standist því ekki stjórnarskrá.

„Síðan er byggt á því að löggjöfin hafi sem slík verið afturvirk. Hún hafi í raun og veru verið sett beinlínis til þess að skera úr ágreiningi málsaðilanna. Alþingi setur lögin í tilefni af úrskurðum úrskurðarnefndarinnar og gerir hana sérstaklega afturvirka til þess að geta tekið á þessum tveimur málum. Stefnendur byggja á því að þetta standist ekki stjórnarskrá,“ segir Flóki.

Fram kom í viðtali við Sigurð Pétursson, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Arctic Fish, móðurfélags Arctic Sea Farm hf., að sú fullyrðing í stefnu um að fyrirtækið hefði ekkert aðhafst til að uppfylla nauðsynleg skilyrði á gildistíma bráðabirgðaleyfisins, ætti ekki við rök að styðjast. 

„Við höf­um frá fyrsta degi sett í þetta meiri mann­skap inn­an fyr­ir­tæk­is­ins, og meira að segja ráðið til okk­ar lög­fræðing sem er að vinna að þess­um mál­um. Þá höf­um við fengið til liðs við okk­ur verk­fræðiskrif­stofu með sér­fræðing­um í þess­um mál­efn­um, ut­anaðkom­andi aðila til að sinna rann­sókn­um fyr­ir okk­ur, lög­fræðiþjón­ustu frá LEX og sér­fræðiaðstoð frá Há­skól­an­um á Hól­um,“ sagði hann.

Fyrri frétt mbl.is

Flóki segir að málatilbúnaður stefnenda standi hvorki né falli með þessu atriði.

„Þetta er eitt af þeim atriðum sem byggt er á í málatilbúnaði stefnenda. Byggt er á því að auk þess sem málsmeðferð hjá Alþingi og hjá ráðuneytinu hafi verið haldin annmörkum er bent á það til viðbótar að útgáfu leyfanna til bráðabirgða voru sett sérstök skilyrði af hálfu ráðherra um að aðilarnir myndu að fengnum þessum leyfum grípa til aðgerða til að færa til betri vegar þá annmarka sem lágu til grundvallar úrskurði úrskurðarnefndarinnar.“

Miðað við þau gögn sem stefnendur hafi haft undir höndum þegar stefnan hafi verið birt, hafi skilyrðin ekki verið uppfyllt. „Ef stefndu leggja fram nýjar upplýsingar við meðferð málsins verður tekin afstaða til þeirra,“ segir Flóki.

mbl.is

Innlent »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »

Eru að breyta skoðunarhandbók

13:30 Ýmsar breytingar eru fyrirsjáanlegar varðandi þau atriði sem skoðunarstöðvar fara eftir er ökutæki eru tekin til aðalskoðunar. Sú vinna er þegar hafin hjá Samgöngustofu, í tengslum við ESB-tilskipun um skoðun ökutækja, sem fjallar meðal annars um mikilvægi réttrar skráningar á stöðu kílómetramæla. Meira »

„Hálfgerð blekking“

13:29 „Það er mikill misskilningur að þetta sé einhver kjarabót til láglaunafólks. Það er sama krónutalan upp allan stigann, þannig að þær dylgjur eiga bara ekki rétt á sér,“ segir Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, í samtali við mbl.is innt álits á skattatillögum ríkisstjórnarinnar í ljósi þess að til standi að frysta persónuafslátt í þrjú ár. Meira »

Reyndu að tæla barn upp í bíl

12:45 Tveir menn reyndu að tæla barn upp í bifreið sem þeir voru í um klukkan ellefu í morgun. Ekki náðist í lögreglu til að fá upplýsingar um hvar í borginni atvikið átti sér stað en þetta kemur fram í dagbók lögreglu á stöð þrjú sem er í Kópavogi og Breiðholti. Meira »

Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar

12:39 Útgerðarfélagið Bergur-Huginn í Vestmannaeyjum, dótturfélag Síldarvinnslunnar, hefur selt Guðmundi Runólfssyni hf. í Grundarfirði skuttogarann Bergey VE. Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent G.Run. í síðasta lagi í september. Meira »

Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra

12:23 Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst næstkomandi, en staðan hefur verið auglýst með formlegum hætti í Lögbirtingablaðinu. Skipunartími Más Guðmundssonar rennur þá út, en hann hefur verið bankastjóri Seðlabanka Íslands frá árinu 2009. Meira »

Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“

11:59 „Virkni kerfisins er það sem skiptir máli,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Alþingi í dag þar sem hann brást við fyrirspurn frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins. Meira »

„Vorum aldrei kölluð að borðinu“

11:58 „Þetta er bara pólitík og ekkert annað og kom mér ekkert á óvart. Menn ætluðu sér alltaf að fara í hvalveiðar,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, formaður Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Meira »

Loftslagsverkfall stúdenta á morgun

11:53 Efnt er til verkfalls fyrir loftslagið á Austurvelli á morgun, 22. febrúar – og alla næstu föstudaga – á milli klukkan 12 og 13. Landssamtök íslenskra stúdenta boða til loftslagsverkfallsins. Meira »

Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“

11:36 „Við skiljum sjónarmið þess að það þurfi að gæta varkárni en að sama skapi þá hefðum við viljað ganga lengra,“ segir varaformaður Samtakanna ´78. Ráðgjafanefnd um fagleg málefni blóðbankaþjónustu leggur til að samkynhneigðum mönnum verði leyft að gefa blóð tólf mánuðum eftir samræði við annan mann. Meira »

Elín og Kóngulær tilnefndar

11:27 Skáldsagan Elín, ýmislegt eftir Kristínu Eiríksdóttur og ljóðabókin Kóngulær í sýningargluggum eftir Kristínu Ómarsdóttur hafa verið tilnefndar til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2019 fyrir Íslands hönd. Þetta var tilkynnt fyrir stundu. Meira »

Kaupir helmingshlut í Sea Data Center

11:00 Norska hugbúnaðarfyrirtækið Maritech hefur keypt um helmingshlut í íslenska sprotafyrirtækinu Sea Data Center. Fyrirtækin hafa gert með sér samstarfssamning um áframhaldandi þróun á búnaði og mun Sea Data Center verða umboðsaðili Maritech á Íslandi. Meira »

Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar

10:54 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar á Alþingi í dag og baðst afsökunar á framgöngu sinni í umræðum í þinginu í gærkvöldi. Meira »

„Heppnasti maður í heimi“

10:35 Íslenski ferðamaðurinn sem lifði af 20 metra hátt fall á Table-fjalli við Höfðaborg í Suður-Afríku á mánudag er „heppnasti maður í heimi“, að sögn Roy van Schoor, björgunarsveitarmanns sem kom að aðgerðunum. Hann ræddi björgunina í viðtali á útvarpsstöðinni Cape Talk í gær. Meira »

Hamingjusamir veikjast sjaldnar

10:05 Hamingjusamt fólk verður sjaldnar veikt, fær til að mynda sjaldnar kvef og lifir yfirleitt lengur. Þetta segir Vanessa King, sérfræðingur um vellíðan, þrautseigju og hamingju á vinnustöðum. Meira »

Jón Baldvin kærir „slúðurbera“

09:21 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur kært fólk, sem hann nefnir „slúðurbera“ í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði. Meira »
Er kominn tími á framkvæmdir?
Múrari: Lögg. múraram... og málari geta bætt við sig verkefnum, múrverk, flísala...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Í boði á bokmenntir.netserv.is
Anna í Grænuhlíð I-III. Íslenskar ljósmæður I-II. Forn frægðarsetur I-IV. Fles...