Réðust á hótelstarfsmann

mbl.is/G.Rúnar

Lögreglan handtók mann í mjög annarlegu ástandi í hverfi 101 á fjórða tímanum í nótt en hann hafði ásamt tveimur öðrum ráðist á starfsmann hótels og stolið áfengisflösku. Maðurinn er vistaður í fangageymslu lögreglu.

Fimm ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Einn þeirra hefur ítrekað verið stöðvaður fyrir akstur án ökuréttinda.

mbl.is