Rútur lentu utan vegar við Vík

Mikil hálka er á vegum víða um landið og hafa …
Mikil hálka er á vegum víða um landið og hafa ökumenn lent í vandræðum. mbl.is/RAX

Tvær rútur höfnuðu utan vegar vegna mikillar hálku á sama sólarhring í nágrenni við Vík í Mýrdal. Lítil hætta skapaðist en aðstoð björgunarsveita þurfti til að koma þeim aftur upp á veginn.

Fyrra atvikið átti sér stað um klukkan 15 í gær þegar rúta með 35 farþega innanborðs rann til í mikilli vindhviðu í skarðinu fyrir ofan Vík. Allir voru heilir á húfi en rútan festist í vegkantinum.

Um klukkan 13 í dag rann rúta til austan við Vík þannig að hún hafnaði með afturhjólin utan vegar.

mbl.is