Slapp með skrámur eftir veltu

mbl.is/​Hari

Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum.

Þá hafa orðið þrjú umferðaróhöpp á Reykjanesbraut á síðustu dögum þar sem ökumennirnir misstu stjórn á bílum sínum með þeim afleiðingum að þeir höfnuðu á vegriði. Engin slys urðu á fólki en talsvert tjón á bifreiðunum.

mbl.is