Sólardagurinn er á næstu grösum

Margir höfuðborgarbúar notfærðu sér helgina til útiveru. Sólin hækkar á …
Margir höfuðborgarbúar notfærðu sér helgina til útiveru. Sólin hækkar á lofti og með snjónum hefur birt yfir í skammdeginu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Liðinn var í gær réttur mánuður frá vetrarsólstöðum, þ.e. þegar sólin var lægst á lofti hinn 21. desember síðastliðinn.

Birtan eykst smám saman, dag frá degi, og nú það mikið að fólk er farið að sjá verulegan mun. Enda hefur sólargangurinn lengst um 94 mínútur frá því hann var skemmstur í Reykjavík. Í gær var sólarupprás klukkan 10:39 og sólsetur var klukkan 16:37.

Nú fer að styttast í hátíðarhöld víða um land sem tengjast sólinni, þ.e. svonefnt sólarkaffi. Í mörgum þröngum fjörðum og dölum landsins, aðallega á Vestfjörðum og Austfjörðum, en líka á Norðurlandi, líða oft nokkrar vikur þar sem sólin sést ekki yfir fjallabrúnum. Þegar hún birtist aftur er áratuga venja að fagna sólarkomunni, að því er fram kemur í  umfjöllun um áhrif vaxandi birtu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »