Verið að ryðja íbúðagötur

Margir hafa nýtt sér tækifærið til útivistar enda ákaflega fallegt …
Margir hafa nýtt sér tækifærið til útivistar enda ákaflega fallegt veður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verið er að hreinsa íbúðagötur í hverfum borgarinnar en unnið hefur verið að mokstri og hreinsun á götum og stígum Reykjavíkur frá því í nótt. Talsvert bætti í snjó í nótt en þar sem mun kaldara er í veðri í dag en í gærmorgun er hreinsunarstarfið auðveldara, segir Þröstur Víðisson, verkstjóri hjá Reykjavíkurborg. Allar helstu leiðir eru greiðfærar en lítil skynsemi í því að fara út í umferðina á vanbúnum bílum.

Almennt er vetrarfæri á landinu, hálka eða snjóþekja á flestum leiðum en lítill vindur. Unnið er að mokstri, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Höfuðborgarsvæðið: Hálkublettir eru á stofnbrautum.

Suðvesturland:  Hálka eða snjóþekja á flestöllum vegum. Þæfingsfærð er á Mosfellsheiði og í Kjósarskarði.

Vesturland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja.

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka á vegum en þæfingsfærð norður í Árneshrepp. 

Norðurland: Hálka víðast hvar en snjóþekja á útvegum. 

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja eru á flestöllum vegum. 

Austurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar.  

Suðausturland: Víðast hvar hálka á svæðinu.

Suðurland: Snjóþekja á flestum vegum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert