Tillögur um húsnæðismarkaðinn kynntar

Anna Guðmunda Ingvars­dótt­ir, aðstoðarfor­stjóri Íbúðalána­sjóðs og annar formanna átakshópsins, á ...
Anna Guðmunda Ingvars­dótt­ir, aðstoðarfor­stjóri Íbúðalána­sjóðs og annar formanna átakshópsins, á blaðamannafundi í Hannesarholti í dag. mbl.is/Hari

Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls fjörutíu talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag.

Tillögurnar miða meðal annars að því að hagkvæmum íbúðum á viðráðanlegu verði fyrir tekjulága verði fjölgað, uppbygging almenna íbúðakerfisins haldi áfram, unnið verði að uppbyggingu óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga að norrænni fyrirmynd, leiguvernd verði aukin með sértækum aðgerðum, aðgengi að upplýsingum um húsnæðismál verði bætt og þess gætt að uppbygging samgöngumannvirkja og almenningssamgangna fylgi mikilli uppbyggingu íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum í kringum borgina.

Meðal þess sem lagt er til hvað varðar það síðastnefnda er að hraða uppbyggingu borgarlínu og einnig að hraða framkvæmdum við helstu stofnleiðir í grennd við höfuðborgarsvæðið.

Þá er lögð áhersla á að leita leiða til þess að lækka byggingarkostnað og stytta byggingartíma, meðal annars með stóraukinni samvinnu stjórnvalda og annarra sem koma að skipulags-, byggingar- og húsnæðismálum. Auk þess er lögð áhersla á að auka rafræna stjórnsýslu skipulags- og byggingarmála, einfalda regluverk og aðrar sértækar aðgerðir til að auka hagkvæmni.

Tillögurnar frá átakshópnum skiptast í sjö meginflokka.
Tillögurnar frá átakshópnum skiptast í sjö meginflokka. Skjáskot úr kynningarefni frá forsætisráðuneytinu

Hver er þörfin?

Í tengslum við vinnu átakshópsins var unnin greining á þörf fyrir íbúðir á landsvísu, út frá þróun lýðfræðilegra þátta, mannfjölda, aldurssamsetningu og samsetningu heimila, auk fjölda íbúða sem eru ekki í hefðbundinni notkun sem íbúðarhúsnæði.

Samkvæmt þessari greiningu er óuppfyllt íbúðaþörf nú á bilinu 5.000-8.000 íbúðir á landinu öllu.  Mikil uppbygging er fyrirhuguð á næstu árum, eða 10.000 íbúðir á árunum 2019-2021. Gangi þær áætlanir eftir mun óuppfyllt íbúðaþörf minnka til muna, en hún verður engu að síður um 2.000 íbúðir í upphafi ás 2022, samkvæmt greiningunni, sem gerir ráð fyrir að fjölga þurfi íbúðum um 1.830 á ári á árunum 2019-2021.

Koma verður betur til móts við tekjulægri hópa

Í vinnu átakshópsins kom í ljós að vísbendingar séu um það að þær íbúðir sem nú eru í byggingu eða á áætlunum, muni síður henta tekju- og eignalágum og fjöldi tillagna, eins og þær sem lúta að uppbyggingu óhagnaðardrifinna leigufélaga og leiguvernd, lúta að því að koma til móts við þennan hóp.

„Svo virðist sem stór hluti íbúða sem eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu sé í hverfum þar sem fermetraverð er hvað hæst,“ segir í niðurstöðum átakshópsins og því bætt við að í þeim hverfum höfuðborgarsvæðisins þar sem fermetraverð sé lægra „virðist mest vera byggt af stærri íbúðum sem geta þar með síður talist hagkvæmar“.

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Aukið framboð minni íbúða á svæðum þar sem fermetraverð er almennt í lægra lagi myndi auka hlutdeild ódýrustu íbúðanna meðal nýbygginga sem kæmi til móts við þarfir margra sem hafa litlar tekjur og/eða eignir,“ segir í niðurstöðuskýrslunni, en sérstaklega er tekið fram að skoða verði húsnæðiskostnaðinn á þeim svæðum í samhengi við aðra þætti, svo sem samgöngukostnað.

Leggja til að hafist verði handa á Keldnalandi

Sérstaklega er lagt til í tillögum átakshópsins að ríkið og Reykjavíkurborg komist að samkomulagi um að skipuleggja Keldnaland, sem er í eigu ríkisins, „m.a. með markmið um félagslega blöndun, og semji í framhaldi um eignarhald og framkvæmdir. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á árinu 2019 og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu,“ segir í tillögum hópsins.

Sérstaklega er lagt til að ríki og borg komist að ...
Sérstaklega er lagt til að ríki og borg komist að samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands á þessu ári. Gervihnattamynd/Google

Tillögur átakshópsins í heild sinni:

Almennar íbúðir:

 1. Hluti af uppbyggingu íbúða til að mæta óuppfylltri íbúðaþörf verði innan kerfis almennra íbúða með því að ríki og sveitarfélög auki fjárveitingu í stofnframlög á næstu árum.
 2. Setja verði í forgang við ráðstöfun stofnframlaga og annarra opinberra framlaga vegna uppbyggingar á íbúðarleiguhúsnæði verkefni þar sem góðar almenningssamgöngur eru fyrir hendi.
 3. Til að stuðla að fjölbreytni og sveigjanleika [...] verði lagt til að ríki og sveitarfélög taki upp viðræður um að lögfesta skyldu sveitarfélaga til að taka þátt í uppbyggingu á almennum leiguíbúðum og að ráðstafa í skipulagi 5% af byggingarmagni á nýjum reitum/hverfum til uppbyggingar á félagslegu leiguíbúðahúsnæði [...].
 4. Tekjumörk inn í almenna íbúðakerfið verði endurskoðuð og taki mið af tveimur neðstu tekjufimmtungunum líkt og gert var ráð fyrir í upphafi enda komi þá til aukning stofnframlaga þannig að þetta dragi ekki úr uppbyggingu vegna tekjulægsta fimmtungsins.
 5. Fjármagnskostnaður stofnframlagshafa verði lækkaður til að tryggja framgang almenna íbúðakerfisins [...].
 6. Stærri hluti stofnframlags geti komið til útgreiðslu við samþykkt umsóknar í því skyni að lækka fjármagnskostnað á byggingartíma.
 7. Stofnframlagshöfum verði heimiluð að fjármagna sig með útboði sértryggðra skuldabréfa.
Skjáskot úr kynningarefni forsætisráðuneytisins.

Húsnæðisfélög:

 1. Leitað verði eftir samstarfi stéttarfélaga, SA og lífeyrissjóða um fjármögnun húsnæðisfélagsins Blæs.
 2. Gert verði ráð fyrir að óhagnaðardrifin húsnæðisfélög verði hluti af uppbyggingu húsnæðismarkaðar á næstu árum.
 3. Óhagnaðardrifin húsnæðisfélög taki þátt í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á margvíslegan hátt. Þau geti m.a. komið að uppbyggingu íbúða sem henta úrræðum stjórnvalda um sértækar aðgerðir til að auðvelda ungu og tekjulágu fólki að kaupa sér íbúðarhúsnæði.

Leiguvernd:

 1. Ákvæði húsaleigulaga verði endurskoðuð til að bæta réttarstöðu leigjenda d. um ákvörðun leigufjárhæðar í upphafi leigu og heimildir til breytinga á henni á leigutíma, lengd og uppsögn leigusamninga, og möguleg viðurlög við brotum. Gæta þarf að því að breytingar á húsaleigulögum hækki ekki leiguverð eða dragi úr framboði á leigumarkaði.
 2. Hafið verði fræðsluátak um réttindi og skyldur leigjenda og leigusala, sem og réttarúrræði þeirra þegar aðili leigusamnings telur brotið gegn rétti sínum, og þess gætt að upplýsingar séu aðgengilegar á fleiri tungumálum en íslensku.
 3. Áhersla verði lögð á skráningu leigusamninga í opinbera gagnagrunna og útfærðar leiðir til að hvetja aðila til að gera upplýsingar um leiguverð og lengd leigusamninga aðgengilegar, d. með því að binda skattaafslátt vegna langtímaleigu við skráningu í gagnagrunn.
 4. Sveigjanleiki í útleigu á hluta húsnæðis verði aukinn.
 5. Sveitarfélög þar sem skortur er á húsnæði fái heimild með tilgreindum skilyrðum til að flokka íbúðir sem eigandi býr ekki í eða sem ekki eru í langtímaleigu sem atvinnuhúsnæði, þ.e. c-flokk í merkingu laga um tekjustofna sveitarfélaga.
 6. Stuðningur við hagsmunasamtök leigjenda og þau gerð að virkum málsvara leigjenda.
Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði komu sameiginlega að þeim tillögum ...
Stjórnvöld og heildarsamtök á vinnumarkaði komu sameiginlega að þeim tillögum sem kynntar eru í dag. Skjáskot úr kynningarefni frá forsætisráðuneytinu

Skipulags og byggingarmál:

 1. Myndaður verði samstarfsvettvangur stjórnvalda og annarra hagsmunaaðila [...] til að auka yfirsýn yfir skipulags- og byggingarmál og rafræna stjórnsýslu.
 2. Ráðist verði í einföldun á regluverki skipulags- og byggingarmála og tími til að gera athugasemdir við skipulag eða leyfi styttur.
 3. Hið flókna og tímafreka ferli við breytingar á deiliskipulagi, sem seinkar uppbyggingu íbúðarhúsæðis og eykur byggingakostnað, verði einfaldað.
 4. Sveigjanleiki í deiliskipulagi og skipulagsskilmálum þeirra verði aukinn en það hvetur til nýrra og hagkvæmari lausna í mannvirkjagerð sem skilar sér í lægri byggingarkostnaði, án þess þó að gera minni kröfur um umhverfisgæði bygginga og vistspor framkvæmda.
 5. Leitast verði við að færa ákvæði byggingarreglugerðar nær því sem þekkist á Norðurlöndunum þar sem stjórnsýsla er einfaldari og skilvirkari.
 6. Hönnunargögnum verði skilað rafrænt, t.d. í gegnum byggingargátt, og tryggt að ferli við yfirferð þeirra verði faglegt og samræmt milli byggingarfulltrúa og í samræmi við skoðunarhandbók.
 7. Mat á þörf fyrir rýni hönnunar og framkvæmdaeftirlit hverju sinni, styðjist við fyrirfram ákveðna flokkun mannvirkja, s.s. eftir samfélagslegu mikilvægi þeirra.
 8. Komið verði á útvistun byggingareftirlits að fyrirmynd Norðmanna, þar sem ríkið vottar fyrirtæki sem sinna byggingareftirliti. Slíkt myndi auka skilvirkni.
 9. Í skipulagslöggjöf verði skilgreint og heimilt að útbúa íbúðarhúsnæði til skammtímanota á athafnasvæðum og að enn fremur verði heimilt til að reisa skammtímahúsnæði til að bregðast við tímabundnum vanda. Tilgangur slíkra heimilda er að vinna gegn búsetu í óviðunandi og ósamþykktu húsnæði, mæta þörf vegna tímabundinnar búsetu og vinna gegn heimilisleysi.
 10. Lagt er til að endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu á verkstað við gerð íbúðarhúsnæðis verði aukin í 100%.
 11. Sveitarfélögum verði tryggðar heimildir í skipulagslögum til að gera kröfu um að allt að 25% af byggingarmagni samkvæmt nýju deiliskipulagi fyrir tilgreint svæði skuli vera fyrir almennar íbúðir, félagslegar íbúðir eða aðrar leiguíbúðir, hvort sem eigandi lands er sveitarfélag, ríki eða einkaaðili.
Frá byggingarframkvæmdum í Urriðaholti í Garðabæ.
Frá byggingarframkvæmdum í Urriðaholti í Garðabæ. mbl.is/Eggert

Samgöngur:

 1. Uppbygging leiguíbúða fyrir tekjulága taki fyrst og fremst mið af þörfum fjölskyldna og einstaklinga með tilliti til atvinnu og hagkvæmni búsetu en hana þarf að meta með hliðsjón af íbúðaverði, aðgengi að hagkvæmum og skilvirkum almenningssamgöngum, atvinnu- og skólasókn og öryggi samgöngumannvirkja.
 2. Uppbyggingu borgarlínu verði hraðað í ljósi mikillar uppbyggingar íbúða á höfuðborgarsvæðinu og vaxtarsvæðum á næstu árum.
 3. Framkvæmdum á stofnbrautum umhverfis höfuðborgarsvæðið samkvæmt samgönguáætlun verði hraðað.
 4. Gjaldsvæði almenningssamgangna á vaxtarsvæðum verði samræmd og einfölduð í þeim tilgangi að jafna og lækka samanlagðan húsnæðis- og samgöngukostnað íbúa á þeim svæðum.
 5. Tekinn verði upp sérstakur samgöngupassi sem veittur er námsmönnum og leigjendum undir tekju- og eignamörkum almenna húsnæðiskerfisins. Passinn veiti aðgang að almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu og á vaxtarsvæðum umhverfis höfuðborgarsvæðið.
 6. Ríkið og Reykjavíkurborg nái samkomulagi um að hefja skipulagningu Keldnalands, m.a. með markmið um félagslega blöndun, og semji í framhaldi um eignarhald og framkvæmdir. Tekið verði mið af því að hefja skipulagningu á landinu á árinu 2019 og að til byggingar komi samhliða öðrum áfanga Borgarlínu.
Fjöldi sérfræðinga kom saman að vinnu átakshópsins, sem skilar niðurstöðum ...
Fjöldi sérfræðinga kom saman að vinnu átakshópsins, sem skilar niðurstöðum sínum í dag. Skjáskot úr kynningarefni frá forsætisráðuneytinu

Upplýsingamiðlun:

 1. Samstarf opinberra stofnana sem hafa það hlutverk að safna og miðla upplýsingum um húsnæðismál verði aukið, myndaður verði öflugur samstarfsvettvangur opinberra aðila og þeir vinni að sameiginlegum skilgreiningum sem hægt verði að styðjast við [...].
 2. Notkun byggingargáttar Mannvirkjastofnunar verði gerð að lagaskyldu fyrir bæði byggingarstjóra og byggingarfulltrúa og komið verði til móts við sveitarfélög vegna kostnaðar við nauðsynlegar breytingar á upplýsingakerfum [...].
 3. Stjórnvöld og sveitarfélög leggi sérstaka áherslu á vinnslu húsnæðisáætlana og sameiginlegrar þarfagreiningar fyrir húsnæði á skilgreindum vinnusóknarsvæðum og hugað verði að samspili milli skipulagsáætlana og húsnæðisáætlana.
 4. Hafið verði átak til að safna upplýsingum um fjölda óskráðra íbúða og skilgreindir hagrænir hvatar sem leiða til þess að eigendur óskráðra íbúða sjái sér hag í því að íbúðin komi fram í opinberum skráningum.
 5. Lögfestar verði lögheimilisskráningar á fasteignanúmer og hafið átaksverkefni þar sem eldri lögheimilisskráningar verði yfirfarnar og skráðar á íbúðir.
 6. Farið verði yfir skilgreiningar á matsstigum og byggingarstigum með samræmingu og einföldun í huga.
 7. Almennar húsnæðiskannanir á landsvísu verði reglubundinn þáttur í upplýsingaöflun.
mbl.is

Innlent »

Nektarmyndsendingar algengar í 10. bekk

17:00 Tæplega helmingur stúlkna í 10. bekk í grunnskóla hefur verið beðin um að senda einhverjum öðrum ögrandi mynd eða nektarmynd af sér í gegnum netið. Í tilfelli drengja er hlutfallið 28%. Þá hafa 27% stúlkna í sama bekk sent slíkar myndir og 21% drengja. Meira »

„4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“

16:07 „Fjögurra milljóna króna laun eru ekki hófleg í neinum þeim veruleika sem við þekkjum til,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. Voru orð hennar svar við fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata. Meira »

Húsnæði fyrir flóttafólk mesta áskorunin

15:50 Stærsti fyrirvari Blönduósbæjar við móttöku sýrlenskra fjölskyldna á flótta er að finnist nægilegt húsnæði, segir Valdimar O. Hermannsson, sveitarstjóri Blönduósbæjar, í samtali við mbl.is. Sveitarstjórn bæjarins samþykkti í síðustu viku að að taka við flóttafólki samkvæmt beiðni frá félagsmálaráðuneytinu. Meira »

Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku

15:24 VR segist ekki sætta sig við að Almenna leigufélagið hafi hækkað leigu um tugþúsundir króna í einhverjum tilfellum og gefið leigjendum fjóra daga til að samþykkja hækkunina. Krefst VR þess að áformin séu dregin til baka, en að öðrum kosti ætli félagið að taka allt sitt fé úr eignastýringu hjá Kviku banka, en um er að ræða 4,2 milljarða. Meira »

Mótmæla við Landsbankann

15:03 Hópur fólks er saman kominn fyrir utan húsnæði Landsbankans í Austurstræti til þess að mótmæla launum bankastjórans. Sjá má af skiltum fólksins að farið er fram á að laun Lilju Bjarkar Einarsdóttur verði lækkuð. Meira »

Unnur Brá tekur á ný sæti á Alþingi

14:52 Unnur Brá Konráðsdóttir, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í dag sæti á Alþingi fyrir Ásmund Friðriksson, alþingismann flokksins. Unnur Brá starfar sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, skipuð af forsætisráðherra í fyrra, og var henni falið að sinna verkefnisstjórn við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Meira »

Tvö snjóflóð féllu á Ólafsfjarðarveg

14:42 Tvö snjóflóð féllu með stuttu millibili yfir þjóðveginn við Sauðanes milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar um hádegisbil.   Meira »

Stafrænt kynferðisofbeldi til umræðu

13:59 Nú klukkan 14:00 hefst fundur í Háskóla Reykjavíkur um stafrænt kynferðisofbeldi, en frumvarp sem tekur á slíku ofbeldi liggur nú fyrir Alþingi í annað skiptið. Verður meðal annars rætt um stöðuna á slíku ofbeldi, hvaða refsingar búa við slíkum brotum og þá vernd sem er til staðar. Meira »

Mikill meirihluti vill kvótakerfið áfram

13:49 Mikill meirihluti mjólkurframleiðenda vill ekki afnema kvótakerfi í mjólkurframleiðslu heldur halda í það. Samtals var það afstaða tæplega 90% af þeim 493 mjólkurframleiðendum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu Bændasamtakanna, en atkvæðagreiðslu um málið lauk nú á hádegi í dag. Meira »

„Aldrei heyrt um loðnu svo sunnarlega“

13:48 „Við fengum aflann í sex holum þannig að það gekk vel að veiða. Veiðisvæðið var um 300 mílur suður af Rockall en það er sunnan við mitt Írland. Við þurftum að sigla 790 mílur heim til að landa og það er andskoti langt,“ segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á Berki NK, sem kom til Neskaupstaðar í gærmorgun með tæplega 2.300 tonn af kolmunna. Vel gekk að fylla skipið að hans sögn. Meira »

Ríkið leitar hugmynda um framtíðina

13:40 Framtíðarnefnd forsætisráðherra leitar nú að rökstuddum hugmyndum að sviðsmyndum í framtíðinni frá bæði almenningi og hagsmunaaðilum, en markmið nefndarinnar er að skapa grundvöll fyrir umræðu um þróun mikilvægra samfélagsmála til lengri tíma. Meira »

Skordýr fannst í maíspoppi

12:22 Samkaup hafa innkallað maíspopp frá framleiðandanum Coop, en skordýr fundust í slíkri vöru. Um er að ræða 500 g einingu sem merkt er með best fyrir dagsetningunni 22.10.2019. Meira »

Búast við hugmyndum stjórnvalda á morgun

12:02 Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur veitt viðræðunefnd félagsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. Meira »

Svindlið nær allt til 2018

11:42 Gögn sem mbl.is hefur undir höndum og blaðamaður hefur borið saman við upplýsingar úr ökutækjaskrá Samgöngustofu, sýna að bílar frá Procar sem átt var við árið 2016 voru seldir alveg fram til áranna 2017 og 2018, bæði til fyrirtækja og einstaklinga. Meira »

35 teknir fyrir vímuakstur

11:40 Síðasta vika var óvenjuslæm þegar kemur að fjölda umferðarslysa á höfuðborgarsvæðinu en slysin voru fimmtán og í þeim slösuðust tuttugu og fjórir. 35 ökumenn voru staðnir að ölvunar- og fíkniefnaakstri á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Meira »

Matarboð fyrir einhleypa

09:55 Sigrún Helga Lund heldur reglulega matarboð fyrir einhleypa vini sína. Hún segist hafa byrjað á þessu þar sem margir sem hafa skilið eftir ástarsambönd tali um að þeim sé aldrei boðið í mat. „...og þá ákveð ég bara, hey. Ég ætla að halda matarboð og ég ætla bara að bjóða einhleypum", sagði Sigrún Helga í skemmtilegu viðtali við Ísland vaknar á K100. Meira »

Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands

08:26 Vodafone á Íslandi (SÝN) og Nordavind hafa skrifað undir samstarfssamning um að skoða samlegð með lagningu á nýjum ljósleiðarasæstreng milli Íslands og Írlands annars vegar og Írlands og Noregs hins vegar. Nordavind er norskt fyrirtæki í eigu sveitarfélaga, orkufyrirtækja og ljósleiðarafyrirtækja í Noregi. Meira »

Ratsjármæli farleiðir fugla

07:57 Biokraft ehf. ber að gera ratsjármælingar við athuganir á farleiðum fugla um fyrirhugaðan vindorkugarð norðan við Þykkvabæ, Vindaborgir. Meira »

Fá engin svör frá borginni

07:37 Hollvinasamtök Elliðaárdalsins hafa óskað eftir fundi með borgaryfirvöldum varðandi breytingar á deiliskipulagi við Stekkjarbakka Þ73, án þess að fá nein svör. Þetta segir Halldór Páll Gíslason, formaður samtakanna. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Vetur í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús í jan/feb í nokkra daga. Hlý og kósí hús með heitum potti....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...