Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshópinn eftir fund stjórnvalda og heildarsamtaka …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshópinn eftir fund stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði sem haldinn var 23. nóvember síðastliðinn. mbl.is/Eggert

Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipaði átakshópinn eftir fund stjórnvalda og heildarsamtaka á vinnumarkaði sem haldinn var 23. nóvember síðastliðinn.

„Enda þótt hóp­ur­inn sé átaks­hóp­ur þá vona ég að þær til­lög­ur sem hóp­ur­inn skil­ar muni ekki aðeins leysa stöðuna til skemmri tíma held­ur einnig hafa áhrif á framtíðarfyr­ir­komu­lag hús­næðismála hér á landi“, var haft eft­ir for­sæt­is­ráðherra í fréttatilkynningu, er hópurinn var skipaður.

Formenn hópsins eru Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Íbúðalánasjóðs, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna. Auk þeirra eru þrír fulltrúar frá ríki, tveir frá sveitarfélögum og þrír frá heildarsamtökum á vinnumarkaði í hópnum.

Gísli Gíslason sagði í samtali við mbl.is fyrir viku að unnið  hefði verið í mikilli sátt og að allir væru af vilja gerðir til þess að ná góðri niðurstöðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert