Allt að 14 stiga frost

Það er óneitanlega vetrarlegt um að litast í höfuðborginni þessa ...
Það er óneitanlega vetrarlegt um að litast í höfuðborginni þessa dagana. mbl.is/Hari

Hið fegursta vetrarveður á snævi þöktu landinu í dag en él á víð og dreif og frost að 14 stigum inn til landsins. Dregur úr éljum þegar líður að kvöldi en gengur í norðankalda og fer að snjóa norðaustanlands.

Á morgun nálgast lægð sunnan úr hafi og skil hennar ganga inn á land. Hvessir þá af suðaustri og fer að snjóa, fyrst sunnan- og vestanlands, en síðar einnig fyrir norðan og austan. Lægðinni fylgir hlýtt loft, sem hækkar hita upp fyrir frostmark, þ.a. blotar við suðurströndina. Hlýindin standa stutt því á föstudag snýst í norðaustanátt með snjókomu eða éljum og kólnar aftur í veðri, að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Hæg vestlæg eða breytileg átt og él víða um land, en norðvestan 8-10 m/s og fer að snjóa austan til með kvöldinu. Frost 2 til 15 stig, kaldast inn til landsins.

Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu sunnan- og vestanlands á morgun, en slyddu eða rigningu við sjávarsíðuna. Hvessir einnig og snjóar á Norður- og Austurlandi um kvöldið en lægir þá jafnframt suðvestan til með skúra- eða éljalofti. Hlýnar á morgun og hiti yfirleitt 0 til 5 stig síðdegis.

Á fimmtudag:

Gengur í austan og suðaustan 10-18 m/s með snjókomu í flestum landshlutum, en slyddu og síðar rigningu við S- og SA-ströndina. Snýst í suðvestan 8-15 með éljum síðdegis, fyrst SV-til. Frost yfirleitt 1 til 6 stig en hlánar syðst um tíma að deginum. 

Á föstudag:
Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma eða él N- og A-lands, en hægara og bjart SV-til, en él undir kvöld. Frost 0 til 8 stig, minnst syðst. 

Á laugardag:
Norðan 3-8 m/s og bjartviðri en 8-15 og snjókoma með köflum austast fram eftir degi. Talsvert frost um allt land. 

Á sunnudag:
Hægviðri, léttskýjað og hörkufrost framan af degi, en síðan vaxandi suðaustanátt og fer að snjóa S- og V-lands undir kvöld og hlýnar í bili. 

Á mánudag:
Útlit fyrir suðvestanhvassviðri með éljagangi, en hægara og þurrt eystra. Áfram kalt í veðri. 

Á þriðjudag:
Snýst líklega í stífa norðanátt með ofankomu NV-til, en annars hægara og bjart, en kalt veður.

Upplýsingar um færð á vegum

Höfuðborgarsvæðið: Hálka og éljagangur eru á stofnbrautum.

Suðvesturland:  Hálka eða snjóþekja og éljagangur eru á flest öllum leiðum. Þæfingsfærð og él eru á Mosfellsheiði, í Kjósarskarði og í Hvalfirði. Unnið er að mokstri.

Vesturland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja og snjókoma eða éljagangur víða. Þæfingur er m.a. í Staðarsveit.  

Vestfirðir: Snjóþekja og hálka á vegum og eitthvað um þæfing á suðurfjörðunum og á Ströndum. Þungfært er norður í Árneshrepp.

Norðurland: Hálka víðast hvar en snjóþekja á útvegum. 

Norðausturland: Hálka og snjóþekja eru á flest öllum vegum.  

Austurland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar. 

Suðausturland: Víðast hvar hálka eða snjóþekja.

Suðurland: Hálka eða snjóþekja á flestum vegum.

mbl.is

Innlent »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

18:20 Það að að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Neitar því ekki að hafa átt við mæla

18:00 Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion segir að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en neitar því ekki að bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður. Hann segir fólk ekki hrifið af of mikið keyrðum bílum. Meira »

Kona slasaðist í Hrafnfirði

17:55 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður. Meira »

Öflugri blóðskimun nauðsynleg

17:50 Reynslan af því að hverfa frá algjöru banni við blóðgjöfum karla, sem stunda kynlíf með öðrum körlum, og heimila þær af því gefnu að gjafi hafi ekki stundað kynmök í sex til 12 mánuði hefur ekki gefið tilefni til þess að efast um öryggi blóðgjafarinnar. Meira »

„Engin heilsa án geðheilsu“

17:35 „Það er mik­il aðsókn í sál­fræðiþjón­ustu og mín trú er sú að hún eigi bara eft­ir að aukast,“ segir Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við mbl.is eftir að greint var frá úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Hagsmuna Íslands ekki gætt

17:12 „Valdastaða á íslenskum markaði er drifin áfram af fjársterkum fyrirtækjum. Við því er ekkert annað svar en samstaða og sókn,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

„Við viljum fá meiri festu í þetta“

16:38 „Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Meira »

SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara

16:17 Starfsgreinasambandið telur vonlítið um árangur af frekari samningaumleitunum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga og hefur ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira »

630 milljónir í geðheilbrigðismál

15:34 „Það sem að við erum að gera með þessari ákvörðun er að styrkja geðheilbrigðisþjónustuna í fremstu línu heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún gerði í dag grein fyrir 630 milljóna króna úthlutun til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Léku sér að hættunni

15:32 „Ég hef aldrei séð neinn haga sér með þessum hætti áður. Fólkið stóð í fjörunni beint fyrir framan risastórar öldur. Yfirleitt hleypur fólk á undan öldunum sem er líka mjög hættulegt en þetta var stórhættulegt,“ segir Petra Albrecht, rútubílstjóri. Meira »

„Félögin saman í öllum aðgerðum“

15:28 „Nú þurfum við að gæta þess vel að koma öllum skilaboðum til okkar félagsmanna,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spurð um hvað taki nú við. Þá hvatti hún sérstaklega sína félagsmenn til að fylgjast vel með og að allar fyrirhugaðar aðgerðir verði lagðar fyrir félagsmenn í kosningu. Meira »

Meint tæling ekki á rökum reist

15:17 Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan 11 í morgun eftir að tilkynning barst um að tveir menn hafi reynt að tæla barn upp í bíl. Þegar lögregla var á leið á vettvang var beiðni um aðstoð afturkölluð þar sem málið var á misskilningi byggt. Meira »

Vildi láta fjarlægja upplýsingar um sig

15:15 Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að vinnsla Alþingis á persónuupplýsingum um fyrrverandi alþingismann og núverandi varaþingmann vegna Alþingismannatals samrýmist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meira »

Árásarmaðurinn sá sami

14:56 Sami karlmaður veittist að ungri konu á gatnamótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í hádeginu í gær og réðst á unga konu á Háaleitisbraut síðar í gær. Engin vitni hafa komið fram vegna fyrrnefnda atviksins. Meira »

Viðræðum hefur verið slitið

14:44 Viðræðum Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefur verið slitið en samningafundur hófst um tvöleytið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Meira »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...