Hætta í VR og ganga í KVH

Mörgum líkar ekki hinn herskái tónn.
Mörgum líkar ekki hinn herskái tónn. mbl.is/​Hari

„Það er talsvert um fyrirspurnir. Margir hafa að undanförnu sótt um aðild að Kjarafélagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH),“ segir Birgir Guðjónsson, formaður félagsins. Margir nýir félagsmenn komi úr VR.

„Það er fólk sem hefur verið í VR og er óánægt með stefnuna hjá félaginu. Því líkar ekki hinn herskái tónn,“ segir Birgir. Um 1.650 félagsmenn eru nú í KVH og hefur þeim fjölgað um 13% frá ársbyrjun 2018, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

KVH er eitt aðildarfélaga Bandalags háskólamanna, BHM. Um 13.400 félagsmenn voru í BHM í september sl. Það er 7% fjölgun á einu ári. Fræðagarður - stéttarfélag háskólamenntaðra er eitt aðildarfélaga BHM. Bragi Skúlason, formaður Fræðagarðs, segir að í lok ársins 2016 hafi tæplega 2.000 félagsmenn verið í félaginu en rúmlega 2.400 í lok árs 2018. Það er um 20% fjölgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert