Meirihluti telur farsímanotkun hættulega

Meirihluti svarenda taldi hvers konar notkun farsíma meðan á akstri …
Meirihluti svarenda taldi hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega.

Meirihluti svarenda í viðhorfskönnun sem Samgöngustofa gerði í lok síðasta árs telur hvers konar notkun farsíma meðan á akstri stendur hættulega. Í könnuninni kemur einnig fram að 53% aðspurðra telja sig sem ökumenn verða fyrir mestri truflun í umferðinni af völdum farsímanotkunar annarra ökumanna. Þá sögðu allir aðspurðir það hættulegt að skrifa skilaboð á farsíma meðan á akstri stendur. 25% viðurkenndu engu að síður að hafa viðhaft slíka hegðun, töluvert hefur þó fækkað í þeim hópi sem sagðist sekur um þetta, en árið áður voru þar 33% aðspurðra.

Samgöngustofa, Sjóvá og Strætó hafa nú hrundið af stað átakinu Höldum fókus í fjórða sinn. Að þessu sinni er lögð áhersla á þær áhættur sem við tökum í lífinu. Þótt sumar áhættur séu þess virði er að því er segir í fréttatilkynningu aldrei áhættunnar virði að nota farsíma eða annars konar snjalltæki undir stýri. Í Bandaríkjunum er talið að

Kort/Samgöngustofa

25% allra bílslysa verði af völdum notkunar farsíma og er engin ástæða til að telja að ástandið sé betra hér á landi.  

Í Höldum fókus-herferðinni tengist fólk að þessu sinni með Instagram-reikningi sínum, en gervigreind hefur í samstarfi við Google verið notuð til að sérsníða sögulínu að lífstíl hvers og eins. Þannig fær notandinn upp sögu sem tengist vináttu, fjölskyldu, gæludýrum eða ferðalögum, allt eftir því hvað er mest áberandi í hans „samfélagsmiðlasjálfi“. 

Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan sá um hugmyndavinnu og framkvæmd verkefnisins og uppfyllir verkefnið öll skilyrði um persónuvernd og eru engar upplýsingar af reikningi notandans varðveittar eða þeim miðlað áfram.

Kort/Samgöngustofa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert