Moldóva öruggt ríki

Frá mótmælum í Chișinău haustið 2015.
Frá mótmælum í Chișinău haustið 2015. Wikipedia/Bertramz

Útlendingastofnun hefur bætt Moldóvu á lista stofnunarinnar yfir örugg upprunaríki. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar og það ítrekað að það þýði hins vegar ekki að ef umsækjandi um alþjóðlega vernd kemur frá Moldóvu sé máli hans vísað frá heldur sé það skoðað eins og mál fólks frá öðrum ríkjum.

Á síðasta ári voru mál sjö Moldóva tekin til skoðunar hjá Útlendingastofnun en enginn þeirra fékk vernd á Íslandi.

„Moldóva er aðili að öllum helstu alþjóðasamningum um vernd mannréttinda, m.a. Genfarsáttmálanum, Mannréttindasáttmála Evrópu, alþjóðasamningi um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi sem og samningi Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu. Mannréttindi eru almennt virt í Moldóvu og ekki eru stundaðar kerfisbundnar ofsóknir gegn fólki. Útlendingastofnun hefur kannað aðstæður í Moldóvu og fyrir liggur að allar forsendur eru fyrir hendi til að skilgreina landið sem öruggt upprunaríki.

Rétt er að árétta að það eitt að umsækjandi um vernd sé frá ríki á listanum yfir örugg upprunaríki leiðir ekki til þess að Útlendingastofnun taki mál hans ekki til skoðunar eða synji umsókn hans án undangenginnar rannsóknar. Þegar það á við eru mál ríkisborgara landa á listanum tekin til almennrar efnismeðferðar og er listinn því aðeins til hliðsjónar,“ segir á vef Útlendingastofnunar.

800 umsóknir frá 70 löndum

Árið 2018 voru umsóknir um alþjóðlega vernd á Íslandi 800. Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak og Albaníu. Umsóknum frá ríkisborgurum ríkja á lista yfir örugg upprunaríki fækkaði um tvo þriðju milli ára en umsóknum frá ríkisborgurum annarra ríkja fjölgaði. 

Meðalmálsmeðferðartími allra umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun á árinu var 156 dagar en mál í forgangsmeðferð voru að jafnaði afgreidd á fimm dögum. 160 einstaklingum var veitt vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun Útlendingastofnunar. Að meðtöldum þeim sem fengu veitingu hjá kærunefnd útlendingamála og vernd sem aðstandendur eða í boði stjórnvalda er heildarfjöldinn 289, að því er segir á vef Útlendingastofnunar.

Umsækjendur um alþjóðlega vernd árið 2018 voru af 70 þjóðernum. Heildarfjöldi umsókna (800) var lægri en undanfarin tvö ár (2017: 1096 og 2016: 1133), samsetning hópsins var önnur og dreifing umsókna milli mánaða enn fremur jafnari en verið hefur, segir á vef stofnunarinnar.

Fjórðungur frá öruggum löndum

Um fjórðungur umsækjenda kom frá ríkjum á lista yfir örugg upprunaríki (193) en það er mikil fækkun borið saman við undanfarin tvö ár þegar rúmur helmingur umsækjenda kom frá öruggum upprunaríkjum. Umsóknum frá öðrum en öruggum upprunaríkjum fjölgaði hins vegar um 16% milli áranna 2017 og 2018 en meirihluti þeirra barst á síðari helmingi ársins.

Stærstu hópar umsækjenda komu frá Írak (112) og Albaníu (108) en fjölmennastir þar á eftir voru Sómalar (53), Afganar (46) og Pakistanar (45). 73% umsækjenda voru karlkyns og 27% kvenkyns; 77% umsækjenda voru fullorðnir og 23% yngri en 18 ára.

Af heildarfjölda umsækjenda voru 60 að sækja um alþjóðlega vernd hér á landi öðru sinni og átta umsóknir komu frá börnum sem fæddust hér á landi á meðan mál foreldra þeirra voru til meðferðar hjá stjórnvöldum. 18 umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.

Flestir koma frá Írak

Í upphafi ársins 2019 biðu 430 einstaklingar eftir niðurstöðu umsókna sinna hjá Útlendingastofnun. Flestir þeirra eru ríkisborgarar Írak, Sómalíu og Nígeríu.

152 mál afgreidd á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar

Útlendingastofnun afgreiddi 790 umsóknir um alþjóðlega vernd árið 2018, samanborið við 976 afgreidd mál árið 2017. Fækkun afgreiddra mála skýrist fyrst og fremst af fækkun bersýnilega tilhæfulausra umsókna frá öruggum upprunaríkjum, svokölluðum forgangsmálum.

406 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar en þar af voru 111 mál afgreidd með ákvörðun í forgangsmeðferð. 152 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 70 mál voru afgreidd með synjun á grundvelli þess að viðkomandi höfðu þegar fengið alþjóðlega vernd í öðru ríki og 162 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu frá þeim.

47 Írakar fengu vernd

Af þeim 406 málum sem Útlendingastofnun tók til efnislegrar meðferðar lauk 160 með ákvörðun um veitingu alþjóðlegrar verndar (109), viðbótarverndar (40) eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum (11) og 246 með ákvörðun um synjun.

Flestar veitingar voru til umsækjenda frá Írak (47), Afganistan (14) og Sýrlandi (14) en flestir þeirra sem var synjað komu frá Georgíu (65) og Albaníu (56). 

Auk þeirra 160 einstaklinga sem var veitt alþjóðleg vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum með ákvörðun Útlendingastofnunar fengu 35 alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hjá kærunefnd útlendingamála, 41 einstaklingur fékk alþjóðlega vernd og dvalarleyfi hér á landi sem aðstandandi flóttamanns og 53 einstaklingar komu hingað til lands og fengu alþjóðlega vernd í boði íslenskra stjórnvalda (kvótaflóttamenn). Samtals fengu því 289 einstaklingar alþjóðlega vernd, viðbótarvernd eða dvalarleyfi af mannúðarástæðum hér á landi árið 2018.

„Afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd hjá Útlendingastofnun lengdist úr 121 degi í 156 daga að meðaltali milli áranna 2017 og 2018 þegar borin eru saman öll mál áranna. Ein af ástæðum þessa er sú þunga áhersla sem lögð hefur verið á afgreiðslu umsókna frá öruggum upprunaríkjum í forgangsmeðferð, sem óhjákvæmilega hafði neikvæð áhrif á afgreiðslu annarra mála. Samhliða því varð sú breyting á samsetningu umsækjendahópsins að bersýnilega tilhæfulausum umsóknum frá ríkisborgurum öruggra upprunaríkja fækkaði verulega á meðan öðrum umsóknum, sem eru þyngri í vinnslu, fjölgaði.

Mikill árangur náðist á árinu við afgreiðslu umsókna með ákvörðun í forgangsmeðferð en afgreiðslutími þeirra styttist úr 69 dögum að meðtaltali árið 2017 í fimm daga að meðaltali árið 2018. Umsækjendur frá öruggum upprunaríkjum sem drógu umsóknir sínar til baka áður en ákvörðun hafði verið tekin gerðu það enn fremur að jafnaði innan við þremur dögum frá umsókn.

Afgreiðslutími umsókna sem afgreiddar voru með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar lengdist úr 88 dögum í 115 daga að meðaltali og afgreiðslutími umsókna í hefðbundinni efnismeðferð lengdist úr 191 degi í 220 daga að meðaltali. Eins og áður sagði skýrist það annars vegar af fjölgun slíkra mála og hins vegar áherslunni á afgreiðslu forgangsmála frá því í lok ársins 2017. Eins og sjá má á myndinni hér að neðan lengdist málsmeðferðartíminn í upphafi ársins en hefur farið lækkandi síðan um mitt ár.

Einstaklingum í þjónustu í verndarkerfinu fækkaði framan af árinu 2018 en fjölgaði aftur á síðari helmingi ársins, samhliða fjölgun umsókna ríkisborgara frá öðrum en öruggum upprunaríkjum,“ segir í frétt á vef Útlendingastofnunar.

Í upphafi árs 2019 nutu um 570 einstaklingar þjónustu hjá ríki og sveitarfélögum. Um 290 einstaklingar voru í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarkaupstaðar og Reykjanesbæjar á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veittu um 280 einstaklingum þjónustu.

mbl.is

Innlent »

Vitlaus klukka hefur áhrif á marga

18:20 Það að að seinka sólarupprás og sólsetri getur leitt til þess að líkamsferlum getur seinkað. „Það er bara þannig. Það hefur verið sýnt fram á þetta í fjölmörgum rannsóknum á mönnum, dýrum og plöntum. Þú getur fundið þetta hvar sem er í lífríkinu,“ segir Björg Þorleifsdóttir, lektor við læknadeild Háskóla Íslands. Meira »

Neitar því ekki að hafa átt við mæla

18:00 Framkvæmdastjóri bílaleigunnar Green Motion segir að þeir sem hafi keypt bíla af fyrirtækinu hafi haft vissu um rétta kílómetrastöðu bílanna en neitar því ekki að bílaleigan hafi fært niður kílómetrastöður. Hann segir fólk ekki hrifið af of mikið keyrðum bílum. Meira »

Kona slasaðist í Hrafnfirði

17:55 Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur slösuðum einstaklingi verið komið um borð í þyrlu gæslunnar sem er á leið til Reykjavíkur. Þyrlan var fyrst kölluð út klukkan 15:19, en mótvindur gerir það að verkum að lengri tíma tekur að fljúga suður. Meira »

Öflugri blóðskimun nauðsynleg

17:50 Reynslan af því að hverfa frá algjöru banni við blóðgjöfum karla, sem stunda kynlíf með öðrum körlum, og heimila þær af því gefnu að gjafi hafi ekki stundað kynmök í sex til 12 mánuði hefur ekki gefið tilefni til þess að efast um öryggi blóðgjafarinnar. Meira »

„Engin heilsa án geðheilsu“

17:35 „Það er mik­il aðsókn í sál­fræðiþjón­ustu og mín trú er sú að hún eigi bara eft­ir að aukast,“ segir Agnes Agnarsdóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, við mbl.is eftir að greint var frá úthlutun 630 milljóna króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Hagsmuna Íslands ekki gætt

17:12 „Valdastaða á íslenskum markaði er drifin áfram af fjársterkum fyrirtækjum. Við því er ekkert annað svar en samstaða og sókn,“ segir Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður Bændasamtaka Íslands á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

„Við viljum fá meiri festu í þetta“

16:38 „Við erum að vísa til sáttasemjara og vorum búin að vera lengi í þessum viðræðum og viljum færa þetta á næsta stig,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við mbl.is. Meira »

SGS vísar deilu til ríkissáttasemjara

16:17 Starfsgreinasambandið telur vonlítið um árangur af frekari samningaumleitunum við Samtök atvinnulífsins vegna endurnýjunar kjarasamninga og hefur ákveðið að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Meira »

630 milljónir í geðheilbrigðismál

15:34 „Það sem að við erum að gera með þessari ákvörðun er að styrkja geðheilbrigðisþjónustuna í fremstu línu heilbrigðisþjónustunnar,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún gerði í dag grein fyrir 630 milljóna króna úthlutun til að efla geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu. Meira »

Léku sér að hættunni

15:32 „Ég hef aldrei séð neinn haga sér með þessum hætti áður. Fólkið stóð í fjörunni beint fyrir framan risastórar öldur. Yfirleitt hleypur fólk á undan öldunum sem er líka mjög hættulegt en þetta var stórhættulegt,“ segir Petra Albrecht, rútubílstjóri. Meira »

„Félögin saman í öllum aðgerðum“

15:28 „Nú þurfum við að gæta þess vel að koma öllum skilaboðum til okkar félagsmanna,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, spurð um hvað taki nú við. Þá hvatti hún sérstaklega sína félagsmenn til að fylgjast vel með og að allar fyrirhugaðar aðgerðir verði lagðar fyrir félagsmenn í kosningu. Meira »

Meint tæling ekki á rökum reist

15:17 Óskað var eftir aðstoð lögreglu um klukkan 11 í morgun eftir að tilkynning barst um að tveir menn hafi reynt að tæla barn upp í bíl. Þegar lögregla var á leið á vettvang var beiðni um aðstoð afturkölluð þar sem málið var á misskilningi byggt. Meira »

Vildi láta fjarlægja upplýsingar um sig

15:15 Persónuvernd hefur kveðið upp þann úrskurð að vinnsla Alþingis á persónuupplýsingum um fyrrverandi alþingismann og núverandi varaþingmann vegna Alþingismannatals samrýmist lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Meira »

Árásarmaðurinn sá sami

14:56 Sami karlmaður veittist að ungri konu á gatnamótum Vegmúla og Suðurlandsbrautar í hádeginu í gær og réðst á unga konu á Háaleitisbraut síðar í gær. Engin vitni hafa komið fram vegna fyrrnefnda atviksins. Meira »

Viðræðum hefur verið slitið

14:44 Viðræðum Efl­ing­ar, VR, VLFA, VLFG og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hefur verið slitið en samningafundur hófst um tvöleytið í húsa­kynn­um rík­is­sátta­semj­ara. Meira »

Hafa safnað yfir 2.000 undirskriftum

14:16 Yfir 2.000 manns hafa skrifað undir áskorun Landverndar til umhverfis- og auðlindaráðherra og forstjóra Umhverfisstofnunar um að hraða vinnu við friðlýsingu á áhrifasvæði Hvalárvirkjunar, Drangajökulssvæðinu, þannig að hægt verði að leggja friðlýsinguna fyrir Alþingi á haustþingi. Meira »

Fundur hjá ríkissáttasemjara hafinn

14:10 Fundur samninganefnda Eflingar, VR, VLFA, VLFG og Samtaka atvinnulífsins hófst nú rétt í þessu í húsakynnum ríkissáttasemjara. Fundurinn er sagður standa til klukkan hálffjögur. Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar sögðust í gær ekki bjartsýnir á það að nýtt tilboð kæmi frá SA á fundinum í dag. Meira »

„Það sló út á allri Eyrinni“

13:43 Sjór flæddi yfir höfnina á Flateyri í morgun, sem olli því að rafmagn sló út í byggðarlaginu. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Orkubúi Vestfjarða hefur rafmagni verið komið á að nýju, en enn er rafmagnslaust á höfninni. Meira »

Fyrstu og önnur verðlaun til Íslands

13:33 Bæði fyrsta og annað sætið í árlegri Ljósmyndakeppni sjómanna á Norðurlöndunum féllu í skaut Íslendinga. Sænskur sjómaður varð í þriðja sæti, Dani í því fjórða og Norðmaður í fimmta sætinu að því er segir í fréttatilkynningu frá Sjómannablaðinu Víkingi en blaðið hefur í 17 ár staðið fyrir ljósmyndakeppni á meðal íslenskra sjómanna. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Ford Escape 2007. SKOÐAÐUR. SKIPTI MÖGULEG.
FORD ESCAPE XLT, 0 6/2007, EK. 122 Þ. KM., V6, 3,0, 201 HÖ., SJÁLFSK.,...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá fjölmargar gerðir á: http://www.sogem-sa.com/stairs Sími 615 1750 Sjá einni...