„Örugg eyðing gagna“ almennt orðasamband

Gámafélagið hafnaði því að notkunin bryti gegn rétti Gagnaeyðingarinnar.
Gámafélagið hafnaði því að notkunin bryti gegn rétti Gagnaeyðingarinnar.

Áfrýjunarnefnd neytendamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Neytendastofu sem bannaði Íslenska gámafélaginu að nota auðkennið „Örugg eyðing gagna“. Greint er frá þessu á vef Neytendastofu.

Málið hófst með erindi Gagnaeyðingarinnar, sem kvartaði yfir notkun Íslenska gámafélagsins á auðkenninu. Gagnaeyðingin hafði notað slagorðið frá 1998 og með markvissum hætti frá 2008 og taldi fyrirtækið að notkun Íslenska gámafélagsins á auðkenninu til þess fallna að valda ruglingi á milli fyrirtækjanna.

Gámafélagið hafnaði því að notkunin bryti gegn rétti Gagnaeyðingarinnar og var meðal annars bent á að auðkennið skorti sérkenni og hefði ekki fengist skráð hjá Einkaleyfastofunni. Þrátt fyrir það taldi Neytendastofa að líta yrði til markaðsfestu auðkennisins og taldi ástæðu til að veita auðkenninu vernd.

Áfrýjunarnefnd neytendamála taldi orðasambandið almennt og lýsandi fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin veita og að af þeim sökum væri ekki hægt að hindra samkeppnisaðila í að nota orðasambandið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert