Rafvæðing dómstóla til skoðunar
Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir miðlæga gagnagátt í dómsmálum geta straumlínulagað dómskerfið, flýtt málsmeðferð og sparað samfélaginu töluverða fjármuni. Nokkur umræða skapaðist í Facebook-hópnum „Lögfræðinördar“ í gær þar sem Ómar vakti máls á óhagræðinu sem fylgir núverandi fyrirkomulagi dómstóla.
„Ég fór í gær í fjórar fyrirtökur hjá þremur dómstólum. Dagurinn fór í þetta, kostnaður sem ekki fæst bættur alla jafna hjá dómstólum en reglur dómstóla segja akstur innan höfuðborgarsvæðisins ekki greiddan í opinberum málum sem hluti samgöngukostnaðar. Í gær var ég á leið úr Hafnarfirði í Reykjavík í 45 mínútur,“ segir Ómar í samtali við mbl.is. Í einni fyrirtökunni skilaði hann greinargerð skjólstæðings síns en annars var ekki gagnaframlagning. „Er ekki kominn tími til þess að kveðja þetta 19. aldar réttarfar?“ skrifaði hann á Facebook.
Meðal þeirra sem tjáðu sig í umræðunum var Einar Hannesson, aðstoðarmaður Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Einar benti á að rafrænar þinglýsingar væru orðnar að lögum og fyrsti áfangi þess verkefnis sé á áætlun núna í vor. Þá hafi verið til umræðu sem hluti af þeirri vinnu við rafvæðingu stjórnsýslunnar að nýta hugbúnaðargrunn til að koma dómskjölum til dómstóla með rafrænni undirritun.
„Það er vinna almennt séð í því verkefni að koma upp kerfi sem flytur gögn innan réttarvörslukerfisins í heild sinni, það er umfangsmikið starf í gangi,“ segir Einar í samtali við mbl.is. „Því til viðbótar hefur komið fram fyrirspurn frá lögmönnum til að einfalda fyrirtöku dómsmála,“ segir Einar. Málið sé til skoðunar hjá vinnuhópi á vegum dómsmálaráðuneytisins og telur hann það bæði tæknilega og lögfræðilega gerlegt og samræmast áherslum ríkisstjórnarinnar um að auka veg rafrænnar stjórnsýslu til að einfalda borgurum lífið.
„Allir fagna þessu nema hugsanlega þeir sem eru enn að baxa með ritvélar,“ segir Ómar léttur við mbl.is en hann sér fyrir sér að þingfestingar, fyrirtökur og milliþinghöld geti farið fram á netinu í rafrænni gátt en að aðalmeðferð og skýrslutaka fari áfram fram fyrir dómi. „Þetta myndi spara öllum mikla vinnu, einfalda og straumlínulaga dómskerfið og mál yrðu rekin með meiri hraða en hefur verið hingað til.
Innlent »
- Eru að breyta skoðunarhandbók
- „Hálfgerð blekking“
- Reyndu að tæla barn upp í bíl
- Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar
- Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra
- Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“
- „Vorum aldrei kölluð að borðinu“
- Loftslagsverkfall stúdenta á morgun
- Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“
- Elín og Kóngulær tilnefndar
- Kaupir helmingshlut í Sea Data Center
- Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar
- „Heppnasti maður í heimi“
- Hamingjusamir veikjast sjaldnar
- Jón Baldvin kærir „slúðurbera“
- Sungið af ættjarðarást í New York
- Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna
- Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti
- Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti
- Undrast hvað liggi á
- Lægð sem færir okkur storm
- Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs
- Hrósar þýðendum Lego Movie 2
- Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK
- Ungir skátar takast á við vetrarríkið
- Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður
- Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel
- Viðræðum slitið í dag?
- IKEA-blokkin í gagnið
Miðvikudagur, 20.2.2019
- Fjórmenningar með umboð til að slíta
- Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku
- Kjarnorkustyrjöld í Selsferð
- Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför
- Bregðast við með viðeigandi hætti
- Hefur umboð til að slíta viðræðunum
- Íslendingafélag í 100 ár
- Persónuafsláttur frystur í þrjú ár
- Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla
- Óska eftir vitnum að líkamsárás
- Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun
- Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
- SGS og SA funda á ný á morgun
- Henti barni út úr strætisvagni
- Varað við mikilli ölduhæð
- Barði konuna og henti inn í runna
- Auður með átta tilnefningar
- „Mun marka líf brotaþola það sem eftir“
- Óvenjuhá sjávarstaða
- „Með eggin í andlitinu“
- Málið litið grafalvarlegum augum
- Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut
- Geta ekki orðið grundvöllur sátta
- „Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“
- Yfir 800 mál tengd heimilisofbeldi
- Tvö ungabörn slösuðust í gær
- BSRB vill hátekjuskatt
- Búið að taka skýrslu af ökumönnunum