Sameining prestakalla í Breiðholti

Breiðholtskirkja. Alþjóðlegi söfnuðurinn er starf fyrir innflytjendur.
Breiðholtskirkja. Alþjóðlegi söfnuðurinn er starf fyrir innflytjendur. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Breiðholt verður eitt prestakall með þremur sóknum verði breytingartillaga þess efnis samþykkt á kirkjuþingi í haust. Unnið var að sameiningu Breiðholtsprestakalls og Fella- og Hólaprestakalls en nú er hugmyndin að Seljaprestakall verði einnig með í sameiningunni.

Séra Gísli Jónasson, prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, sagði gert ráð fyrir því að sóknirnar héldu sér áfram, það er Breiðholtssókn, Fella- og Hólasókn og Seljasókn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

„Hugmyndin er að það verði einn sóknarprestur og fjórir prestar sem þjóna þessum þremur sóknum. Það eru jafn margir prestar og þjóna þeim í dag,“ sagði Gísli. „Kosturinn við þetta er sá að samstarf sóknanna mun aukast og samvinna og samþætting á ýmsum sviðum. Starfskraftar prestanna munu nýtast betur og þetta gerir mögulegar sameiginlegar mannaráðningar vegna barna- og æskulýðsstarfs, starfs fyrir eldri borgara og tónlistarstarfs í kirkjunum. Einnig er reiknað með að fjármunir muni nýtast betur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert