Snjóhengja féll af húsi á konu

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um snjóhengju sem féll af húsi í Faxafeni á konu sem átti leið um.

Konan meiddist ekki en atvikið átti sér stað upp úr klukkan 15 í dag, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar.  

Ökumaður var stöðvaður í akstri um sexleytið í dag og reyndist vera undir áhrifum fíkniefna.

Um hálfníuleytið í kvöld var tilkynnt um aðila sem tók ófrjálsri hendi síma og vegabréf af konu sem stödd var á hóteli í miðborginni. Málið er í rannsókn.

Bifreið hafnaði á ljósastaur við Ástún vegna hálku um hálfsjöleytið í kvöld. Enginn slasaðist og var bifreiðinni ekið af vettvangi.

Upp úr klukkan hálfátta í kvöld var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna bifreiðar sem föst var í Þormóðsdal. Björgunarsveitin Kyndill var kölluð út.

mbl.is