Tíu milljónir í endurgreiðslu ár hvert

Edduverðlaun. Áramótaskaupið 2017 var valið skemmtiþáttur ársins.
Edduverðlaun. Áramótaskaupið 2017 var valið skemmtiþáttur ársins. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þessi framleiðsla uppfyllir umrædd skilyrði og því fær framleiðandinn þessa endurgreiðslu,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.

Lögum samkvæmt eiga framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði. Áramótaskaup Sjónvarpsins fellur undir þessi lög.

Framleiðslufyrirtækið Glass River fékk 10,2 milljónir kr. vegna Skaupsins 2017, RVK Studios 10,6 milljónir kr. vegna Skaupsins 2016 og Stórveldið fékk 8 milljónir vegna Skaupsins 2015, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert