„Þessu verður ekki gefinn mikill tími“
„Ég held að það sé alveg morgunljóst að enn ber gríðarlega mikið í milli,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is. Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins funduðu í morgun ásamt viðsemjendum sínum; fulltrúum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur.
Ríkissáttasemjari hefur boðað til þriggja funda í deilunni í næstu viku og Vilhjálmur segir að það sé til marks um að setja eigi meiri kraft í viðræðurnar.
„Samhliða þessu ætlum við að kanna vilja stjórnvalda til að koma að þessum kjarasamningum. Það er að verða liðinn heill mánuður síðan kjarasamningar runnu út og nú verða hlutirnir að fara að gerast, það er ekkert flókið,“ segir Vilhjálmur.
Aðkoma stjórnvalda lykilatriði
Spurður hvort tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði væru skref í rétta átt svarar Vilhjálmur því til að nú skipti miklu máli að breið samstaða verði innan ríkisstjórnarinnar um að láta þær verða að veruleika. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að koma húsnæðismarkaðnum hér í gott horf,“ segir Vilhjálmur.
„Auðvitað mun skipta miklu máli hver aðkoma stjórnvalda að samningunum verður því meginstef okkar er að lagfæra kjör þeirra sem höllustum fæti standa í íslensku samfélagi þannig að við getum aukið ráðstöfunartekjur þessara hópa með þeim hætti að þeir geti haldið mannlegri reisn og framfleytt sér frá mánuði til mánaðar,“ bætir Vilhjálmur við.
Hann bendir á að vilji verkalýðsforystunnar sé að samfélagið verði þannig að sómi sé að stöðu almennings, til að mynda á húsnæðismarkaði. Stór hluti ráðstöfunartekna fari í vaxtaokur, verðtryggingu og fleira í þeim dúr.
Eru líkur á því að samningar náist fyrir mánaðamót?
„Það er alveg ljóst að þessu verður ekki gefinn mikill tími,“ segir Vilhjálmur og bætir við að lengi hafi verið vitað af stöðunni sem kominn sé upp á vinnumarkaðnum.
Hafa lengi vitað af stöðunni
„Við erum búin að hafa gríðarlega langan tíma til að vita af stöðunni sem er kominn upp á íslenskum vinnumarkaði. Við skulum heldur ekki gleyma því að í febrúar í fyrra stóð til að segja upp kjarasamningum á íslenskum vinnumarkaði vegna þess að hér hafði orðið forsendubrestur kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur. Þá hafi verið tekin ákvörðun að segja kjarasamningum ekki upp vegna þess að ætlunin hafi verið að vera tilbúnir með nýjan samning þegar sá eldri rynni út en hann rann út um áramótin.
„Því er það í mínum huga þyngra en tárum taki að menn standi hér núna í lok janúar og sjái ekki enn til lands.“
Bloggað um fréttina
-
Ómar Geirsson: Siðað samfélag ræðir ekki þessar kröfur.
Innlent »
- Eru að breyta skoðunarhandbók
- „Hálfgerð blekking“
- Reyndu að tæla barn upp í bíl
- Selja Bergey úr Eyjum til Grundarfjarðar
- Búið að auglýsa stöðu seðlabankastjóra
- Fjöldi þrepa „tæknilegar útfærslur“
- „Vorum aldrei kölluð að borðinu“
- Loftslagsverkfall stúdenta á morgun
- Skírlífi í ár „alla vega hænuskref“
- Elín og Kóngulær tilnefndar
- Kaupir helmingshlut í Sea Data Center
- Þorsteinn bað Þórhildi afsökunar
- „Heppnasti maður í heimi“
- Hamingjusamir veikjast sjaldnar
- Jón Baldvin kærir „slúðurbera“
- Sungið af ættjarðarást í New York
- Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna
- Afnema frystiskyldu á innfluttu kjöti
- Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti
- Undrast hvað liggi á
- Lægð sem færir okkur storm
- Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs
- Hrósar þýðendum Lego Movie 2
- Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK
- Ungir skátar takast á við vetrarríkið
- Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður
- Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel
- Viðræðum slitið í dag?
- IKEA-blokkin í gagnið
Miðvikudagur, 20.2.2019
- Fjórmenningar með umboð til að slíta
- Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku
- Kjarnorkustyrjöld í Selsferð
- Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför
- Bregðast við með viðeigandi hætti
- Hefur umboð til að slíta viðræðunum
- Íslendingafélag í 100 ár
- Persónuafsláttur frystur í þrjú ár
- Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla
- Óska eftir vitnum að líkamsárás
- Móðir Nöru Walker óskar eftir náðun
- Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
- SGS og SA funda á ný á morgun
- Henti barni út úr strætisvagni
- Varað við mikilli ölduhæð
- Barði konuna og henti inn í runna
- Auður með átta tilnefningar
- „Mun marka líf brotaþola það sem eftir“
- Óvenjuhá sjávarstaða
- „Með eggin í andlitinu“
- Málið litið grafalvarlegum augum
- Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut
- Geta ekki orðið grundvöllur sátta
- „Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“
- Yfir 800 mál tengd heimilisofbeldi
- Tvö ungabörn slösuðust í gær
- BSRB vill hátekjuskatt
- Búið að taka skýrslu af ökumönnunum