Bifreiðin fannst mannlaus í Breiðholti

Bifreið af gerðinni Land Rover Discovery var stolið frá Bjarn­ar­stíg …
Bifreið af gerðinni Land Rover Discovery var stolið frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags en er nú komin í leitirnar. Ljósmynd/Lögreglan

Bifreið af gerðinni Land Rover Disco­very, sem stolið var frá Bjarn­ar­stíg í Reykja­vík í aðfaranótt þriðjudags, er komin í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu sem þakkar fyrir veitta aðstoð.

Eigandi bifreiðarinnar, Soffía Sigurgeirsdóttir, segir að lögreglan hafi fundið bílinn einan og yfirgefinn í Breiðholti í nótt og er hún himinlifandi. „Við vorum búin að gefa upp alla von í gærkvöldi,“ segir hún. Bíllinn virðist ekki hafa orðið fyrir skemmdum að sögn Soffíu en fyrsta skref eftir fundinn er að fara með bílinn í þrif. 

Að hennar sögn hefur lögreglan einhverja grunaða og hafa nokkrir menn verið boðaðir í skýrslutöku vegna málsins í dag. 

Soffía sagði í samtali við mbl.is í gær að ákveðið hefði verið að veita 200 þúsund krón­ur í fund­ar­laun en þau verða ekki greidd út þar sem lögreglan fann bílinn. „Við höldum bara áfram að styrkja kór lögreglunnar eins og við höfum alltaf gert,“ segir Soffía og hlær. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert