Halda sig við Karítas Mínherfu

Borgarleikhúsið í Reykjavík í forgrunni.
Borgarleikhúsið í Reykjavík í forgrunni. mbl.is/Árni Sæberg

Borgarleikhúsið ætlar að halda sig við nafnið Karítas Mínherfa á einni sögupersónu í söngleiknum Matthildi, sem verður frumsýndur 15. mars.

Um nýja þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar er að ræða en í fyrri þýðingum var persónan, sem er illmenni í verkinu, nefnd ungfrú Frenja og Krýsa. Á frummálinu er persónan nefnd Miss Trunchbull.

Borgarleikhúsinu barst athugasemd við þessa þýðingu, m.a. frá konu að nafni Karítas, sem benti á þá óskrifuðu reglu í þýðingum barnabóka að illmenni beri ekki hversdagsleg nöfn. DV greindi frá gagnrýninni í nóvember sl.

Um mál þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert