Innbrotahrina á Kársnesi

Innbrot hafa verið tíð á Kársnesi að undanförnu og hefur …
Innbrot hafa verið tíð á Kársnesi að undanförnu og hefur lögreglan aukið eftirlit vegna þessa. mbl.is/Sigurður Bogi

Töluvert hefur verið um innbrot á Kársnesi í Kópavogi að undanförnu og hefur lögregla aukið eftirlit í hverfinu. Meintir innbrotsþjófar hafa leitað inn í hús, bíla og geymslur að nóttu til og um hábjartan dag, að því er fram kemur í frásögnum í Facebook-hópi hverfisins.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að innbrotahrina hafi orðið á svæðinu síðastliðnar vikur, en hann segir að ekki sé talið að um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða.

„Það hefur verið mikið um innbrot á þessu svæði að undanförnu, á öllum tímum sólarhrings. Lögreglan er með aukið eftirlit í bænum vegna þessa og keyrir um hverfið í merktum og ómerktum bílum,“ segir Heimir.

Heimir segir tjón hafa orðið vegna innbrotanna og að mál þessi séu í rannsókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert