Krefjast 25 milljóna í bætur

Frá eldsvoðanum á Selfossi í lok október.
Frá eldsvoðanum á Selfossi í lok október. mbl.is/​Hari

Aðstandendur konu sem fórst í eldsvoðanum við Kirkjuveg á Selfossi í fyrra krefja karlmann sem er ákærður fyrir að hafa banað henni og karlmanni um 25 milljónir króna í bætur.

RÚV greinir frá þessu. Ákæra á hendur manningum var þingfest í morgun í Héraðsdómi Suðurlands.

Í brun­an­um lést par og var maður­inn hand­tek­inn á vett­vangi. Var hann hús­ráðandi, en kona sem var gest­kom­andi var einnig hand­tek­in á staðnum. Voru þau bæði úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald, en Lands­rétt­ur felldi úr gildi gæslu­v­arðhald yfir kon­unni. Maður­inn hef­ur hins veg­ar sætt varðhaldi frá því hann var hand­tek­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert