ASÍ vill fjölga þrepum í tekjuskatti

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að tillögurnar …
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir að tillögurnar myndu auka flækjustig skattkerfisins og gera það vinnuletjandi. mbl.is/​Hari

Miðstjórn ASÍ samþykkti í gær tillögur um breytingar á skattkerfinu sem efnahags-, skatta- og atvinnumálanefnd sambandsins hefur unnið. Þar er m.a. lagt til að tekin verði upp fjögur skattþrep, þar sem fjórða skattþrepið verði hátekjuþrep, og að skattleysismörk hækki og fylgi launaþróun.

Þá eru einnig lagðar til breytingar á barnabótum, þannig að þær nái til þorra barnafjölskyldna.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir í Morgunblaðinu í dag,  að viss málamiðlun hafi átt sér stað í vinnu nefndarinnar og að áhersla hafi verið lögð á að hún setti fram ramma um það hvernig verkalýðshreyfingin vildi byggja upp skattkerfið. Segir Sólveig að tillögurnar myndu leiða til aukinna ráðstöfunartekna, hjá þeim sem séu með laun undir hálfri milljón, en sá hópur hafi farið mjög illa út úr breytingum sem gerðar hafi verið á skattkerfinu.

Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir hins vegar að tillögurnar myndu auka flækjustig skattkerfisins og gera það vinnuletjandi. Hins vegar séu markmið ríkisstjórnarinnar og ASÍ þau sömu, að létta undir með þeim sem lægri tekjur hafa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert