Vindgerðar snjórúllur á Keili

Vindgerðar snjórúllur þöktu golfvöll Keilis í gærmorgun.
Vindgerðar snjórúllur þöktu golfvöll Keilis í gærmorgun. Ljósmynd/Guðbjartur Ísak Ásgeirsson

Vallarstarfsmenn á golfvellinum Keili ráku upp stór augu í gærmorgun þegar við þeim blöstu tugir snjóbolta sem myndast höfðu af náttúrunnar hendi. Um er að ræða vindgerðar snjórúllur, sem eru öllu þekktari á slóðum Norður-Ameríku, en sjást þó stöku sinnum hér á landi.

Starfsmenn vallarins vöktu athygli á snjórúllunum á Facebook og færslunni hefur verið deilt í hópnum Hungurdiskar, þar sem veðuráhugamenn sameinast og fjalla um veður og veðurfar.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur tekur þátt í umræðunni og segir snjórúllurnar svokölluðu ekki óalgengar. „Til þarf snjó sem upphaflega var alveg þurr og er aðeins tekin[n] að blotna um leið og hiti kemst yfir frostmark. Síðan dálítinn blástur sem "sjálfhnoðar" í rúllur.“

Frekari fróðleik um snjórúllurnar má finna á vef Veðurstofunnar og þar segir meðal annars að stærstu rúllur af þessu tagi, sem getið er um í gögnum Veðurstofunnar, eru þær sem Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur lýsir í pistli í tímaritinu Veðrinu (1957). Hann sá þær í Selskarði (nærri Næfurholti á Rangárvöllum) 5. febrúar 1956 eftir ofsaveður sem þá gerði.

Hér má lesa lýsingu Guðmundar á risavöxnu rúllunum sem og frekari fróðleik um snjórúllurnar svokölluðu.

Snjórúllur verða til þegar vindur nær til snævar sem upphaflega …
Snjórúllur verða til þegar vindur nær til snævar sem upphaflega var alveg þurr en er aðeins tekinn að blotna um leið og hiti kemst yfir frostmark. Ljósmynd/Guðbjartur Ísak Ásgeirsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert