Björn Leví hlakkar til athugunarinnar

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að með skoðun á …
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að með skoðun á því hvort það sem hann hafi látið falla í umræðunni um aksturskostnað Ásmundar hljóti að þurfa að kanna hvort fótur sé fyrir ásökunum hans. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur ekki áhyggjur af því að forsætisnefnd Alþingis taki til skoðunar hvort hann og samflokksþingmaður hans Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hafi gerst brotleg við siðareglur alþingismanna með ummælum sínum um aksturskostnað Ásmundar.

„Ég hlakka til þess,“ segir Björn Leví í samtali við mbl.is. Hann segir Ásmund hafa rætt lengi um að fara með málið í þennan farveg og hann fagni því að Ásmundur hafi látið slag standa í stað þess að hóta einhverju sem ekki yrði staðið við.

Á Facebook-síðu sinni sagði Björn Leví að til þess að skoða hvort það sem hann hefði sagt bryti í bága við siðareglur þingmanna þyrfti væntanlega að skoða hvort fótur væri fyrir ásökununum sínum. „Sem er einmitt það sem ég vildi að væri gert þegar ég sendi inn erindi sem var vísað frá,“ skrifaði Björn Leví.

Í bréfi sem Ásmund­ur sendi for­sæt­is­nefnd vegna málsins seg­ir hann um­mæli Píratanna „bæði gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar um refsi­verða hátt­semi mína“. Tel­ur hann nauðsyn­legt að fá úr því skorið hvort um­mæl­in sam­rým­ist siðaregl­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert