Kínversk vorhátíð í Gamla bíói

Kínverskir listamenn komu fram á vorhátíð í Gamla bíói í …
Kínverskir listamenn komu fram á vorhátíð í Gamla bíói í gærkvöldi. Hátíðin heldur áfram í dag í Gamla bíói og Hörpu. mbl.is/​Hari

Ár svínsins gengur í garð 5. febrúar samkvæmt kínverska tímatalinu. Í tilefni af því ætla kínverska sendiráðið, Kínversk-íslenska menningarfélagið og Íslensk-kínverska viðskiptaráðið að halda kínverska vorhátíð í Gamla bíói um helgina.

„Við munum standa fyrir fjölda viðburða. Það verður „spring festival gala“ í Gamla bíói í kvöld [í gær] og annað kvöld [í kvöld]. Það verða tvær sýningar. Yfir 30 listamenn frá Peking munu bjóða upp á tónlist, dans, kúng fú, loftfimleika og ýmsilegt annað. Það verður mjög skemmtilegt og ég á von á yfir 700 gestum sem koma til að njóta sýningarinnar,“ segir Jin Zhijian, sendiherra Kína á Íslandi.

„Á sama tíma (í dag) frá klukkan tvö til hálffimm verður stór gagnvirkur viðburður í Hörpuhorni í Hörpu. Hann er opinn öllum og aðgangur ókeypis,“ segir Zhijian í umfjöllun um hátíð þessa í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert