Myndaði mús á strái

Óskar Long Einarsson var á gangi við Gróttu þegar hann kom auga á mús sem hafði klifrað upp og sat á háu strái við göngustíg. Hann ákvað að stoppa og smella af nokkrum myndum.

„Úr fjarlægð sýndist mér þetta vera smáfugl en svo þegar ég athugaði þetta nánar sá ég að þetta var lítil mús,“ segir Óskar.

Hann segir annað fólk hafa gengið þarna framhjá án þess að taka eftir henni, en þegar hann stoppaði og fór að taka myndir gerðu það fleiri.

„Ég hef ekki séð neitt svona áður, mér fannst þetta svolítið merkilegt. Hún var þarna alveg í dágóðan tíma og skaust ekkert í burtu á meðan við vorum þarna örfáa metra frá.“

Ljósmynd/Óskar Long Einarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert