Áfrýja til Landsréttar

Sindri Þór Stefánsson.
Sindri Þór Stefánsson. mbl.is/Eggert

Sindri Þór Stefánsson, sem fékk þyngsta dóminn í gagnaversmálinu, hefur ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar.

Þetta staðfestir lögmaður hans, Þorgils Þorgilsson, við mbl.is.

Sindri Þór var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir hlutdeild sína í málinu fyrr í mánuðinum.

RÚV greinir frá því að Matthías Jón Karlsson, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi, hafi einnig ákveðið að áfrýja málinu.

Uppfært kl. 19.16:

Guðni Jósep Einarsson, verjandi Matthíasar Jóns, staðfestir við mbl.is að hann ætli að áfrýja málinu til Landsréttar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert