Jarðskjálfti á Torfajökulssvæðinu

Græna stjarnan á kortinu sýnir hvar stóri skjálftinn varð.
Græna stjarnan á kortinu sýnir hvar stóri skjálftinn varð. Kort/Veðurstofa Íslands

Nú í morgun kl 10:02 mældist jarðskjálfti af stærð 3,7 sem var staðsettur á Torfajökulssvæðinu, um 8 km vestnorðvestur af Hrafntinnuskerjum. Rúmlega 15 eftirskjálftar hafa verið staðsettir, allir undir 2,0 að stærð. Skjálftans varð vart í Fljótshlíð, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá.

Skjálftinn var staðsettur á vesturhluta Torfajökulsöskjunnar, en hún er sú stærsta á Íslandi.

Jarðskjálftavirkni er viðvarandi á þessu svæði en fátítt er að skjálftar mælist yfir 3,5 að stærð. Síðast mældust skjálftar af svipaðri stærðargráðu í ágúst 2018, rúmlega 5 km austar en skjálftinn í dag, að því er Veðurstofan segir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert