LED-lýsing getur haft áhrif á svefn

Sævar Helgi Bragason.
Sævar Helgi Bragason. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sævar Helgi Bragason veit sitthvað um áhrif LED-lýsingar og segir mikilvægt að velja perur sem gefi hlýja lýsingu. Hvaða áhrif hefur öll þessi lýsing og hvar er hana að finna?

Einu sinni unnum við í takt við árstíðirnar og það þurfti að nota birtuna þegar hún gafst. Nú stunda börn æfingar á flóðlýstum fótboltavöllum og göngustígar sem heimili eru vel upplýst. Gömlu glóperurnar hafa verið bannaðar og nota flestir LED-perur sem eru orkusparandi og eru orðnar ódýrari en þegar þær komu fyrst fram. Mikið hefur verið rætt og skrifað um áhrif bláa ljóssins frá tölvuskjáum og símum en hvað með ljósin heima hjá okkur? Sævar Helgi hefur lesið sér heilmikið til um áhrif lýsingar, m.a. því hann langar að sjá sem mest af stjörnuhimninum hvar sem hann er. Eitt af því sem hefur verið rannsakað er áhrif blárrar birtu en hún truflar svefn.

„Það hafa verið gerðar rannsóknir í Harvard sem dæmi, svo er bandaríska læknafélagið að tala um þetta líka. Það er þessi bjarta bláa birta sem við notum og kemur frá skjám og meira að segja stundum þegar fólk er að setja upp LED-lýsingar heima eða jafnvel úti við. Þá er oft ekki verið að velja þær perur sem gefa rétt litahitastig sem gætu haft lítil áhrif á líkamsklukkuna okkar og þar af leiðandi heilsu. Bláa birtan getur raskað líkamsklukkunni í klukkutíma til þrjá í einhverjum tilvikum,“ segir hann og ítrekar mikilvægi þess að fólk noti ekki snjallsímana í að minnsta kosti klukkutíma fyrir svefn og skoði þá ekki á nóttunni.

„Ef fólk er að LED-væða heimili sitt ætla ég að vona að það velji perur sem gefa hlýja birtu frekar en kalda birtu. Það er þá sú birta sem hefur minni áhrif á heilsu okkar,“ segir hann en perur sem eru 2.700 Kelvin eða minna gefa frá sér gulari birtu.

„Í sumum borgum erlendis er verið að LED-væða og allt of bláar perur hafa verið valdar,“ útskýrir hann en það er umhugsunarefni.

Stilling klukkunnar er málamiðlun

„Í umræðunni hljómar oft eins og það sé bara sólargangurinn og birtan frá sólinni sem stýri líkamsklukkunni okkar þegar það er alveg augljóst að það er svo margt í okkar nútímasamfélagi sem hefur áhrif á hana eins og koffínneysla að kvöldi til, ef við borðum of mikið of seint og að sjálfsögðu þessi raflýsing sem var ekki hjá okkur hérna lengst af þann tíma sem við höfum verið að þróast á jörðinni. Og þegar við notuðum lýsingu vorum við að nota frekar rauðleita lýsingu frá eldi og olíulömpum og einhverju slíku sem er allt annað. Fyrir mér hljómar þetta eins og töfralausn, að við þurfum bara að breyta klukkunni og þá lagist allt hérna, skammdegisþunglyndi og fleira. Ég er ekki alveg sannfærður um það,“ segir Sævar Helgi.

„Stilling klukkunnar er bara málamiðlun. Það er ekki hægt að stilla hana nákvæmlega eftir sólargangi því jörðin ferðast mishratt í kringum sólina þannig að það verður alltaf sveifla sama hvað við gerum,“ segir hann og langar að minnast á eitt skemmtilegt atriði að lokum.

30 stundir í sólarhringnum!

„Jörðin er að hægja á snúningi sínum út af sjávarföllum sem koma til af tunglinu; tunglið er að hægja á jörðinni, sem þýðir að dagurinn er að lengjast. Eftir um 400 milljónir ára verða 26 klukkustundir í einum sólarhring og þá þarf nú heldur betur að breyta klukkunni! Og sömuleiðis eftir milljarð ára, þá verða um 30 klukkutímar í einum sólarhring og þá þarf aftur að breyta klukkunni.“

Viðtalið birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina og er hluti af stærri umfjöllun um klukkuna.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Gengið til mótmæla gegn hungri og örbirgð

14:59 Hópur fólks kom saman á Austurvelli við Alþingi í dag til þess að mótmæla því, að fólk fái ekki laun og lífeyri sem dugar því til að framfleyta sér. Á annað þúsund manna boðuðu komu sína á Facebook en á vettvangi voru einhverju færri. Meira »

Allt að 1.000 leggi niður störf 8. mars

14:27 Það geta verið allt að 1.000 félagsmenn Eflingar sem hætta að vinna í boðuðum verkfallsaðgerðum á hótelum í Reykjavík og nágrenni þann 8. mars. Hátt í 8.000 félagsmenn kjósa um þetta í vikunni. Meira »

Fjölskyldusamvera í skólavetrarfríi

13:40 Vetrarfríin eru hætt að koma foreldrum jafnmikið á óvart og þau gerðu fyrstu árin.  Meira »

Kiddi klaufi langvinsælastur

12:12 Dagbækur Kidda klaufa verma níu efstu sætin yfir vinsælustu bókasafnsbækurnar fyrir árið 2018, en listar yfir vinsælustu eða mest lánuðu titla í aðildarbókasöfnum Gegnis hafa nú verið gerðir aðgengilegir. Meira »

Í vinsælasta spjallþætti á Írlandi

12:00 Bræður Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf í Dublin á dögunum, fóru í viðtal í The Late Late Show í írska ríkissjónvarpinu í gær. Þátturinn er annar langlífasti spjallþáttur í heimi. Meira »

„Sem mest tjón á sem skemmstum tíma“

11:25 Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er harðorður í garð forystu stéttarfélaganna vegna boðaðra verkfalla. Hann segir sviplegar afleiðingar geta orðið af verkföllum í ferðaþjónustu. Meira »

Grunaðir um skipulagðan þjófnað

10:35 Lögreglumenn í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum höfðu afskipti af fjórum erlendum karlmönnum í Leifsstöð í vikunni vegna gruns um að þeir væru að reyna að komast með þýfi úr landi. Meira »

Umfangsmesta aðgerðin hingað til

10:00 Í dag hefst umfangsmesta einstaka aðgerðin í leitinni að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi sem hvarf í Dublin fyrir tveimur vikum síðan. Fleiri tugir írskra sjálfboðaliða taka þátt í þaulskipulagðri aðgerð. Meira »

HÍ brautskráir 444 í dag

09:50 Háskóli Íslands brautskráir 444 kandídata, 313 konur og 131 karl, úr grunn- og framhaldsnámi við hátíðlega athöfn klukkan 13 í dag. Meira »

MDE kveður upp dóm í máli Landsréttar

09:05 Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp dóm vegna skipan dómara í Landsrétt 12. mars næstkomandi, en þá mun koma í ljós hvort skipanin standist lög og ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Meira »

Atvinnumaður í Reykjavík

09:00 Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuboltakona landsins um langt árabil, hefur ekki fundið fyrir því að minni kröfur séu gerðar til kvenna en karla í körfubolta. „Mér finnst við hafa sömu tækifærin og strákarnir.“ Meira »

Vatnsleki á veitingahúsum í Austurstræti

08:26 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í tvö útköll vegna vatnsleka á sjötta tímanum í morgun. Um var að ræða leka vegna mikillar úrkomu og flæddi inn í kjallara tveggja veitingahúsa. Meira »

Njóta skattleysis í Portúgal

08:18 Vegna ákvæða í tvísköttunarsamningi milli Íslands og Portúgals geta íslenskir eftirlaunaþegar flutt lögheimili sitt til Portúgals og fengið greidd eftirlaun frá Íslandi án þess að greiða af þeim skatta, hvorki á Íslandi né í Portúgal. Meira »

Segja hæstu launin hækka mest

07:57 Lægstu byrjunarlaun myndu hækka um 59% á næstu þremur árum og hæsta aldursþrep í hæsta virka launaflokki um 82% ef kröfur Eflingar í kjaraviðræðunum yrðu samþykktar óbreyttar. Meira »

Kjarabaráttan snýst ekki um staðreyndir

07:37 Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands og fv. hagfræðingur verkalýðsfélagsins Dagsbrúnar, segir grundvallarbreytingu hafa orðið á kjarabaráttunni. Meira »

Ekkert lát á umhleypingum í veðri

07:33 Lægð fer norður yfir land með rigningu og mildu veðri í dag, en vindur snýst síðan í suðvestan 15 til 25 metra á sekúndu og hvassast verður á Norður- og Austurlandi. Meira »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
Vantar Trampólín
Viltu selja eða bara lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill.....
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...