Vilja Klaustursþingmenn ekki aftur á þing

Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru aftur …
Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, sneru aftur á þing í vikunni eftir tveggja mánaða fjarveru. mbl.is/​Hari

Einn skipuleggjandi mótmælanna gegn Klaustursþingmönnunum sem hefjast á Austurvelli klukkan 14 í dag segir kröfu mótmælenda skýra: almenningur vilji þá ekki aftur á þing. 

Á facebookviðburði mótmælanna hafa um það bil tvö þúsund manns meldað sig eða lýst yfir áhuga á að mæta og á Sindri Viborg, einn þeirra sem standa að baki mótmælunum, von á að mæting verði með besta móti sökum góðs veðurs.

„Við erum ekki sátt með að menn megi hafa sína hentisemi, kæra uppljóstrara fram og til baka og koma svo á staðinn og segjast vera búnir að segja sorrí og gera það sem þeim sýnist,“ segir Sindri. 

„Í rauninni snýst þetta um þá almennu kröfu að mótmæla því hvernig þeir komu fram. Kröfurnar liggja í augum uppi: við höfum ekki áhuga á að fá þá aftur á þing,“ segir Sindri. „En hvort það séu harðlínukröfur. Ég leyfi mótmælendum að ákveða slíkt.“

Sindri Viborg, einn skipuleggjenda mótmælanna gegn Klausturþingmönnunum.
Sindri Viborg, einn skipuleggjenda mótmælanna gegn Klausturþingmönnunum. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert