Tungubitið vörn gegn ofbeldi

Kona, sem dæmd hefur verið í fangelsi hér á landi fyrir að hafa bitið af hluta af tungu eiginmanns síns, ræðir sína hlið málsins í samtali við ástralska fréttavefinn 9news í dag. Konan, Nara Walker sem er ástralskur ríkisborgari en hefur verið búsett hér á landi um tíma, segist aðeins hafa verið að verja sig gegn ofbeldishneigðum eiginmanni.

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Walker í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, en Landsréttur þyngdi dóminn í 18 mánuði, þar af 15 mánuði skilorðsbundna, fyrir stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi. Þá var henni gert að greiða eiginmanni sínum 1,8 milljónir króna í miskabætur og konu sem hún var sakfelld um að ráðast einnig á 300 þúsund krónur. Fram kemur í viðtalinu að Walker hafi áfrýjað málinu til Hæstaréttar.

Walker rekur í viðtalinu samband sitt við eiginmann sinn, sem er franskur ríkisborgari, sem hún segir að hafi einkennst af ofbeldi hans í hennar garð um árabil. Kvöldið sem hún hafi bitið af hluta af tungu hans hafi þau verið að skemmta sér heima hjá sér með bandarískum ferðamanni og íslenskri konu. Áfengi hafi verið haft um hönd og til ósættis komið.

Bandaríkjamaðurinn hafi ætlað að yfirgefa íbúðina og hún með honum en eiginmaður hennar hrint Bandaríkjamanninum niður stigann í stigaganginum. Bandaríkjamaðurinn hafi legið hjálparvana í stiganum og eiginmaður hennar gengið að honum. Hún hafi ekki komist fram hjá honum og hann komið í veg fyrir að hún kæmist burt.

Walker segir eiginmann hennar hafa öskrað á hana og hrint henni niður stigann. Hann hafi síðan byrjað að berja hana. Eftir að hann hefði barið hana ítrekað hafi hann tekið hana upp og farið með hana inn í íbúðina. Hún hafi aftur reynt að flýja en ekki getað það. Hann hafi á sama tíma kallað hana illum nöfnum og sagt að hann ætti hana.

Walker segist hafa átt erfitt með andardrátt á þessum tímapunkti og þá hafi hann troðið tungunni á sér ofan í kokið á henni. Hún hafi brugðist við með því að bíta hann í tunguna. Það hafi ekki verið að yfirlögðu ráði. Til átaka hafi komið í kjölfarið sem íslenska konan hafi blandast í. Lögreglan hafi síðan mætt á staðinn og handtekið hana.

Walker segir eiginmann hennar hafa beitt hana ítrekuðu ofbeldi og meðal annars hafa nauðgað henni og byrlað henni lyf. Hún hafi skömmu áður en umrætt mál kom upp ákveðið að skilja við hann. Fram kemur í fréttinni að fréttavefurinn hafi séð textaskilaboð frá eiginmanni hennar til hennar sem virðist fela í sér viðurkenningu á líkamsárásum og nauðgun.

Walker telur sig ekki hafa notið réttlátrar málsmeðferðar hér á landi. Hún hafi verið með ýmsa áverka þegar hún var handtekin en ekki verið flutt undir læknishendur. Hún hafi kært eiginmann sinn en málið virtist hafa verið sett ofan í skúffu. Ákveðið hafi verið að hún væri sek um leið og lögreglan hafi mætt á staðinn. Kerfið hér á landi væri greinilega frekar hannað í þágu ofbeldisfólks en fórnarlamba.

Walker vill meina að dómstólar hafi ekki tekið nægt tillit til þess að hún hafi verið að verja sig og segir eiginmann sinn og íslensku konuna, sem hún segir að séu nú í sambandi, hafa logið fyrir dómi. Hún væri sannfærð um að hann hafi ætlað að drepa hana þetta kvöld.

mbl.is

Innlent »

Páskahátíð í afskekktasta bæ Grænlands

17:49 Þrettándu páskahátíð Hróksins í Ittoqqortoormiit, afskekktasta bæ Grænlands, lauk á mánudag með Air Iceland Connect-hátíðinni ,,Dagur vináttu Íslands og Grænlands". Meira »

Eldur í sumarhúsi á Þingvöllum

17:26 Tilkynnt var um eld í sumarhúsi við Tjarnargötu, Grafningsmegin við Þingvallavatn á fimmta tímanum og eru slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni á vettvangi. Meira »

Sungu af gleði í hádeginu

17:09 Heimilislausum var boðið til hádegisverðar í dag og mættu um 40. „Þetta var algjör páskaveisla og þvílík gleði í mannskapnum,“ segir Guðrún Hauksdóttir Schmidt, skipuleggjandi viðburðarins. „Þetta var alveg stórkostlegur matur. Þetta var lamb og svínakjöt með öllu tilheyrandi.“ Meira »

Kveðst hafa haft samráð við AFL

17:03 Guðmundur Gíslason, stjórnarformaður Fiskeldis Austfjarða ehf., segist hafa haft gott samráð við stéttarfélagið AFL í öllum þeim breytingum sem voru gerðar á samningum starfsmanna í síðustu viku. Meira »

Umferðin inn í Reykjavík þyngist

16:30 Umferðin ætti að þyngjast inn í Reykjavík núna síðdegis og með kvöldinu. Veður var gott í dag þannig að ætla má að fólk hafi staldrað lengur við en ella í sumarbústöðum til að njóta sólarinnar. Meira »

Dísa farin til dýpkunar

15:47 Dýpkunarskipið Dísa er á leið í Landeyjahöfn til að dýpka höfnina en eins og kom fram fyrr í dag er dýpið í höfninni minnst um 3,7 metr­ar en Herjólf­ur rist­ir 4,2 metra. Meira »

„Vatnar út umsamdar launahækkanir“

14:54 Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, telur fréttirnar af breytingum á samningum starfsmanna hjá Fiskeldi Austfjarða ehf. setja kjarasamningana í uppnám. Meira »

Launakerfi breytt í aðdraganda samninga

14:23 Samningar starfsmanna Fiskeldis Austfjarða ehf. voru endurskoðaðir í vikunni sem leið, nokkrum dögum áður en lífskjarasamningar koma til samþykkta. Nokkrir voru óánægðir. Meira »

Sendir íbúum Srí Lanka samúðarkveðju

13:57 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sendi í dag samúðarkveðju til Maithripala Sirisena, forseta Srí Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverkanna sem framin voru þar í landi í gær. Meira »

Ræða við foreldra ungmennanna

13:55 Ráðist var á ungan pilt af erlendum uppruna við verslunarkjarnann í Langarima í Grafarvogi síðdegis í gær. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns kannast lögreglan við málið og verður rætt við hlutaðeigandi foreldra og barnaverndaryfirvöld í dag og á morgun vegna þessa. Meira »

Segir íbúum haldið í gíslingu

12:37 Lóðsinn mældi dýpið í Landeyjahöfn síðdegis í gær. Á mælingunni má sjá að talsvert af sandi hefur safnast aftur fyrir á milli hafnargarðanna, sem og innan hafnar. Dýpið er nú minnst um 3,7 metrar en Herjólfur ristir 4,2 metra. Meira »

Húsasmiðjan líklega opnuð á morgun

12:10 Þrif standa yfir í verslun Húsasmiðjunnar í Dalshrauni og þar er búist við að hægt verði að opna í fyrramálið. Alltént verður timbursalan opin. Meira »

Töluvert tjón á bílum og húsnæði

11:14 Töluvert tjón varð á bílum og húsnæði þegar eldur kviknaði í bílakjallara blokkar á Sléttuvegi 7. Ekki liggur fyrir hvernig kviknaði í en upptökin eru talin hafa verið í dekkjum og einhvers konar hrúgu í kringum þau. Meira »

„Mjög hættulegur leikur“ hjá fyrirtækjum

09:56 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki skuli boða verðhækkanir í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Þá segir hún það „hættulegan leik“, því mörgum sé misboðið. Meira »

Sumardagurinn fyrsti sá besti

07:01 Allt bendir til þess að sumardagurinn fyrsti verði besti dagur vikunnar þegar kemur að veðri en þá er útlit fyrir fínasta hátíðarveður í flestum landshlutum, sólríkt og fremur hlýtt í veðri. Spáð er allt að 16 stiga hita á Vesturlandi á sumardaginn fyrsta. Meira »

Ofurölvi við verslun

06:53 Tilkynnt var til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um ofurölvi mann við verslun í hverfi 111 síðdegis í gær en þegar lögregla kom á vettvang var maðurinn farinn. Flest þeirra mála sem rötuðu í dagbók lögreglunnar tengjast akstri undir áhrifum fíkniefna. Meira »

Safnað fyrir endurgerð Sóleyjar

Í gær, 21:33 Ég kynntist konunni minni í kvikmyndanámi og við elskum bæði sögulegar og dulrænar kvikmyndir. Sóley er þannig mynd.“  Meira »

Baka í fyrsta íslenska viðarhitaða brauðofninum

Í gær, 21:30 „Þetta er ástríða mín og ég vildi taka þetta alla leið,“ seg­ir Mat­hi­as Ju­lien Spoerry franskur bakari sem opnar ásamt konu sinni Ellu Völu Ármanns­dótt­ur bakaríið Böggvisbrauð í Svarfaðardal. Brauðið er bakað úr nýmöluðu hveiti frá Frakklandi og bakað í viðarhituðum brauðofni þeim fyrsta hér á landi. Meira »

Rannsókn lokið í Dalshrauni

Í gær, 20:56 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lauk rannsóknar á vettvangi þar sem elds­voðinn varð í Dals­hrauni í Hafnar­f­irði í gær. Hann hefur nú verið afhentur tryggingafélagi. Meira »
Kolaportið alltaf gott veður!
Góða veðrið og góða skapið er í KOLAPORTINU!...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Greinakurlarar
Eigum til 15 hp greinakurlara með bensínmótor. Taka allt að 100mm greinar. Upp...
Dunlop Enasave Ec300
4 ný og ónotuð Dunlop Enasave Ec300 sumardekk til sölu. 215/50R17 Verð 40þús ...