Verði að meta sannleiksgildi ummælanna

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir áhugaverða stöðu vera komna ...
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir áhugaverða stöðu vera komna upp í kjölfar þess að Ásmundur Friðriksson sendi erindi til forsætisnefndar vegna ummæla hennar og Björns Levís Gunnarssonar. mbl.is/Eggert

Þingflokkur Pírata ræddi á fundi sínum í dag um erindi Ásmundar Friðrikssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins til forsætisnefndar Alþingis, en þingmaðurinn hefur óskað eftir því að forsætisnefnd skoði hvort opinber ummæli þingmannanna Björns Levís Gunnarssonar og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, um endurgreiðslur þingsins á aksturskostnaði Ásmundar hafi verið á svig við siðareglur þingmanna.

„Við munum fá tækifæri til þess að svara áður en forsætisnefnd tekur einhverja formlega afstöðu til málsins og okkur finnst þetta svolítið áhugavert,“ segir Þórhildur Sunna, í samtali við mbl.is.

Hún segir það áhugaverða vera að forsætisnefnd þurfi væntanlega, til þess að komast að niðurstöðu, að meta sannleiksgildi ummæla hennar sjálfrar og Björns Levís um greiðslur þingsins til Ásmundar vegna aksturs hans á eigin bíl, sem mikið var rætt um á síðasta ári, eftir að fyrirspurn Björns Levís leiddi í ljós að Ásmundur fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturs árið 2017.

Björn Leví vakti einmitt athygli á þessu á Facebook-síðu sinni um helgina og sagðist hlakka til athugunar forsætisnefndar á ummælum sínum og Þórhildar Sunnu. Ásmundur sjálfur segir að í ummælum þingmannanna hafi falist bæði „gróf­ar aðdrótt­an­ir og full­yrðing­ar“ um refsiverða háttsemi hans.

„Til þess að það sé hægt að taka afstöðu til þessa máls, þá verður náttúrlega að athuga hvort að það sé eitthvað til í því sem við höfum verið að segja. Það er eitthvað sem forsætisnefnd hefur áður neitað að gera, gagnvart Ásmundi, þegar sent var erindi út af honum,“ segir Þórhildur Sunna við blaðamann.

Hún bætir við að þetta sé áhugaverð staða, en for­sæt­is­nefnd gaf þau svör við fyr­ir­spurn Björns Levís að hátt­erni Ásmund­ar hefði ekki verið and­stætt siðaregl­um alþing­is­manna. Forsætisnefndin taldi held­ur ekki til­efni til að hefja al­menna rann­sókn á end­ur­greidd­um akst­urs­kostnaði þing­manna.

„Á þá núna að fara að athuga, út af kvörtun gegn okkur, hvort það sé eitthvað til í því sem við segjum?“ segir Þórhildur Sunna og bætir við að þá væri forsætisnefnd að gera það sem hún hefði áður neitað að gera, eftir að Björn Leví sendi inn sitt erindi.

„Ég held að sé borið mál að siðanefnd taki afstöðu til þess, hvort við höfum brotið siðareglur, en þá þarf líka að skoða hvort hann Ásmundur hafi brotið siðareglur,“ segir Þórhildur Sunna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Færri farþegar sem kaupa meira

05:30 Kaup hvers farþega á Keflavíkurflugvelli frá janúar til apríl í ár hafa aukist um 12% í búðum miðað við sama tímabil í fyrra og um 7% í veitingum. Meira »

Ísland náð að uppfylla 17 heimsmarkmið

05:30 Samkvæmt nýbirtri úttekt Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) á 90 af 169 undirmarkmiðum heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun fyrir árið 2030 hefur Ísland náð að uppfylla 17 markmiðanna og á ekki langt í land með að ná mörgum til... Meira »

Þrengt að korninu á Korngörðum

05:30 Vegna lengingar Skarfabakka til austurs yfir í Kleppsbakka í Sundahöfn og landfyllingu í Vatnagörðum verður ekki hægt að landa korni til Fóðurblöndunnar og Kornax sem eru með starfsemi á Korngörðum. Meira »

„Enginn spurði hvernig mér liði“

05:08 „Ég vildi óska að einhver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða athugaði með mig, en það gerðist aldrei. Ég vildi óska að einhver hefði hringt í lögregluna eða barnavernd, en það gerðist aldrei.“ UNICEF á Íslandi hefur hrundið af stað byltingu fyrir börn á Íslandi. Meira »

Orkupakkinn ræddur aðra nóttina í röð

00:01 Þingfundur stendur enn yfir á Alþingi þar sem fram fer síðari umræða um þriðja orkupakkann svonefnda. Þing­fund­ur hófst klukk­an 13.30. Störf þings­ins voru fyrst á dag­skrá, svo kosn­ing í stjórn Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og um 14.15 hófst umræða um orkupakk­ann. Meira »

Þristarnir vöktu lukku

Í gær, 23:44 Fjölmargir lögðu leið sína á Reykjavíkurflugvöll í kvöld til að skoða fimm þristavélar, DC-3- og C-47-flugvélar, frá Bandaríkjunum. Vélarnar voru til sýnis á vellinum í kvöld og segir Stefán Smári Kristinsson flugrekstrarstjóri að um einstakt tækifæri hafi verið að ræða. Meira »

Eldur í bifreið í Salahverfi

Í gær, 23:18 Eldur kom upp í bifreið í Salahverfi í Kópavogi á áttunda tímanum í kvöld. Bifreiðin var mannlaus en íbúar í hverfinu voru fljótir að bregðast við og notuðu garðslöngu til að slökkva eldinn, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Áskorendaleikur í plokki gefst vel

Í gær, 22:05 Skagfirðingar hafa ekki látið sitt eftir liggja í að hreinsa umhverfi sitt og tína rusl í vor. Frá því Umhverfisdagar hófust 15. maí síðastliðinn í sveitarfélaginu Skagafirði hafa tugir fyrirtækja og félagasamtaka tekið þátt í áskorendaleik og lagt allt kapp á að tína rusl úti í náttúrunni. Meira »

„Hamfarahlýnun af mannavöldum“

Í gær, 21:32 Orðanotkunin í umræðunni um loftslagsvána er ein þeirra mistaka sem gerð hafa verið í umræðu um umhverfismálin að mati Auðar Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra Landverndar. Sjálf er hún hlynnt því að tala um hamfarahlýnun af mannavöldum. Meira »

Segir innheimtustarfsemina lögmæta

Í gær, 20:37 Gísli Kr. Björnsson, eigandi Almennrar innheimtu, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið starfi í fullu samræmi við lög, og að hann hafi upplýst Lögmannafélag Íslands um alla starfsemi fyrirtækisins. Neytendasamtökin hafa gert alvarlegar athugasemdir við starfsemina. Meira »

Skessan rís í Hafnarfirði

Í gær, 20:35 Knattspyrnuhúsið Skessan er nú óðum að rísa við Kaplakrika í Hafnarfirði en stefnt er að því að taka húsið í notkun í seint í sumar. Miklar deilur hafa staðið um byggingu hússins innan bæjarfélagsins. Stálgrindarhúsið er þó tekið að rísa og mun bæta aðstöðu FH mikið. Meira »

Veginum milli Hveragerðis og Selfoss lokað

Í gær, 20:27 Vegarkafla á þjóðvegi 1 milli Hveragerðis og Selfoss verður lokað á morgun og mun lokunin standa yfir til 22. september. Framkvæmdir við breikkun hringvegarins fer fram á þessum kafla, þ.e. milli Gljúfurholtsá og Varmár. Meira »

Flestir í fjölskyldunni arfberar

Í gær, 19:45 Anna Kristrún Einarsdóttir var ein af þeim fyrstu hérlendis til að komast að því að hún bæri stökkbreytt BRCA2 gen, sem eykur líkur á krabbameini verulega, og jafnframt sú yngsta sem leitaði eftir þeirri vitneskju á sínum tíma. Meira »

Áhyggjuefni ef börn mæta verr í skóla

Í gær, 19:31 Það er áhyggjuefni ef það eru fleiri börn sem eru að mæta verr í skóla af því að þá eru þau bara að missa úr mikilvæga menntun sem þau þurfa að fá. Það eru þó mismunandi ástæður sem liggja þar að baki, segir Hrefna Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri samtakanna Heimilis og skóla í samtali við mbl.is. Meira »

Riftun á kjarasamningi komi til greina

Í gær, 19:29 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að til greina komi að rifta nýundirrituðum lífskjarasamningi, bregðist Samtök atvinnulífsins ekki við með viðeigandi hætti. Þetta kom fram í máli Sólveigar í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Margar athugasemdir við íbúðakjarna

Í gær, 18:25 Alls bár­ust um 60 at­huga­semd­ir vegna fyr­ir­hugaðrar bygg­ing­ar íbúðakjarna fyr­ir fatlað fólk í Haga­seli í Breiðholti. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fer yfir allar athugasemdir sem bárust og verður þeim svarað með rökstuðningi. Meira »

Ísland hlaut viðurkenningu fyrir baráttu í jafnréttismálum

Í gær, 18:05 Ísland hlaut í dag viðurkenningu fyrir einarða baráttu fyrir jafnrétti á norrænu viðskiptaráðstefnunni Womenomics í Kaupmannahöfn. Þetta í fyrsta sinn sem land eða þjóð hlýtur slíka viðurkenningu. Meira »

„Þetta er einstakt tækifæri“

Í gær, 17:55 „Þetta er alveg einstakur viðburður,“ segir flugrekstrarstjórinn Stefán Smári Kristinsson. Nóg er um að vera hjá honum á Reykjavíkurflugvelli en milli klukkan 18 og 20 verða fimm svokallaðar þristavélar , DC-3- eða C-47-flug­vél­ar frá Banda­ríkj­un­um, til sýnis á flugvellinum. Meira »

Málshraði MDE skapar vanda

Í gær, 17:51 „Það er ekki galli í meðferð dómstóla á Íslandi að sjá ekki fyrir hvert Mannréttindadómstóllinn sé að fara þremur árum seinna,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari í viðtali við mbl.is um frávísun á máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggja Jónssonar frá Hæstarétti. Meira »
KERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...