Grafa féll í gegnum ís á Rauðavatni

Lítil grafa fór í gegnum ísinn á Rauðavatni á þriðja tímanum í dag. Engin slys urðu á fólki en nokkrir starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að gerð skautasvells þegar ísinn gaf sig undan gröfunni. 

Grafan féll hálf ofan í vatnið og var kallað eftir traktor til að aðstoða við að ná gröfunni upp á ísinn. 

Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru að undirbúa gerð skautasvells fyrir borgarbúa þegar …
Starfsmenn Reykjavíkurborgar voru að undirbúa gerð skautasvells fyrir borgarbúa þegar ísinn gaf sig undan gröfunni. mbl.is/Jón Pétur

Bjarni Brynjólfsson, upplýsingastjóri Reykjavíkurborgar, segir í samtali við mbl.is að starfsmenn borgarinnar hafi mælt ísinn áður en þeir fóru út á hann og gaf þykktin, 15 sentimetrar, til kynna að öruggt væri fyrir gröfuna að fara út á ísinn. Sú var hins vegar ekki raunin. Bjarni segir að starfsmanninum sem stýrði gröfunni hafi ekki orðið meint af. 

Útlit er hins vegar fyrir að borgarbúar verði að bíða þar til vatnið frjósi á ný svo hægt verði að útbúa þar skautasvell. „Því miður er skautasvellið ónýtt og mun ekki opna á næstu dögum þannig að við þurfum að bíða þar til það frýs aftur,“ segir Bjarni. 

Starfsmenn borgarinnar vinna að því að ná gröfunni aftur upp …
Starfsmenn borgarinnar vinna að því að ná gröfunni aftur upp á ísinn. mbl.is/Jón Pétur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og umferðardeild lögreglunnar hefur fengið tilkynningu um atvikið en ekki þótti þörf á aðstoð lögreglu við vatnið. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Allt benti til þess að ísinn væri nógu þykkur en …
Allt benti til þess að ísinn væri nógu þykkur en svo reyndist ekki. mbl.is/Jón Pétur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert