„Í hvaða heimi lifir Hjálmar Sveinsson?“

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi.
Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi. mbl.is/Eggert

Kolbrún Baldursdóttir furðar sig á fréttum af því að útilistaverkið Pálmatré hafi borið sig­ur úr být­um í sam­keppn­inni um útil­ista­verk í Voga­byggð. Kostnaður vegna verksins nemur 140 milljónum króna.

Í fréttatilkynningu kemur fram að verkefnið verði kostað sameiginlega af Reykjavíkurborg og lóðaeigendum í Vogabyggð. „Og allir skála fyrir þessu,“ segir Kolbrún og spyr í hvaða heimi Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi og formaður dómnefndar, lifi.

Hún segir að með þessu sé staðfest hvar forgangsröðun borgarinnar liggi. Hún sé ekki hjá börnum og fólki sem bíði á biðlista eftir húsnæði eða nái engan veginn endum saman.

Ég vil minna á biðlista í húsnæði, fólk sem nær ekki endum saman, biðlista barna í alla mögulega þjónustu. Þrá borgarbúar eitthvað suðrænt! Hvar hefur það verið staðfest? Er ekki tímabært að meirihlutinn reyni að fara að snerta jörð?“ spyr Kolbrún.

„Hjálmar Sveinsson lifir í einhverjum allt öðrum heimi en hinn almenni borgarbúi,“ segir Kolbrún og bætir við að hún vilji að allir eigi fyrst og fremst fæði, klæði og húsnæði. „Ekki étur maður pálmatré?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert