Skólakerfið sporni við falsfréttum

Menntamálaráðherra segir vísbendingar um að falsfréttir dreifist hraðar en faglegar …
Menntamálaráðherra segir vísbendingar um að falsfréttir dreifist hraðar en faglegar fréttir.

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra segir að menntun og þekking geti leikið stórt hlutverk í að sporna gegn falsfréttum og staðleysum á íslenskum samfélagsmiðlum.

„Gagnrýnin hugsun er og verður einn af hornsteinum íslenska skólakerfisins og það er mín skoðun að þekking sé okkar öflugasta verkfæri gegn falsfréttum, staðleysum og hatursorðræðu. Við getum gert betur í því að fræða um einkenni, eðli og markmið falsfrétta, það er viðvarandi verkefni sem krefst aðkomu margra,“ segir Lilja spurð um viðbrögð við bréfi Persónuverndar til forsætis- og dómsmálaráðherra.

Í bréfinu er meðal annars varað við þeim hættum sem steðja að lýðræðislegum kosningum vegna samfélagsmiðla. Ekki náðist í forsætisráðherra og dómsmálaráðherra í gær við vinnslu fréttarinnar.

Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Lilja einnig vísbendingar uppi um að rangar eða misvísandi fréttir ferðist nú hraðar og hafi meiri áhrif gegnum samfélagsmiðla en fréttir sem standast faglegar kröfur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert