Byggðakvóti Flateyrar fastur

140-150 tonn af byggðakvóta Flateyrar hafa færst á milli ára …
140-150 tonn af byggðakvóta Flateyrar hafa færst á milli ára vegna þess að útgerðir hættu og sóttu ekki kvótann. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fulltrúar fiskvinnslunnar á Flateyri mættu á fund bæjarráðs Ísafjarðarbæjar í fyrradag til að ræða stöðu fiskveiða og fiskvinnslu á Flateyri. Bæjarráð fól Guðmundi Gunnarssyni bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

„Þetta snýst um byggðakvóta. Við þurfum að skoða lausnir varðandi sérreglur og úthlutun,“ sagði Guðmundur bæjarstjóri í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðiðnu í dag. Hann sagði að fiskvinnslan væri mjög mikilvæg fyrir atvinnulífið í sjávarplássunum Flateyri, Þingeyri og Suðureyri. Fyrirtæki í fiskvinnslu væru stórir vinnuveitendur á þessum stöðum.

Bæjaryfirvöld Ísafjarðarbæjar héldu nýlega samráðsfund með aðilum í veiðum og vinnslu í sveitarfélaginu þar sem farið var yfir stöðuna. Vinna þarf hratt að því að kortleggja stöðuna því stefnt er að því að ræða málið í bæjarstjórn á fimmtudag í næstu viku.

Leigumarkaður fyrir þorskkvóta hefur verið botnfrosinn og ekkert í boði. Það hjálpar ekki heldur, að sögn Guðmundar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert