Óleystur vandi HSÍ og KKÍ

Landsleikir í handknattleik hafa farið fram í Laugardalshöll.
Landsleikir í handknattleik hafa farið fram í Laugardalshöll. mbl.is/​Hari

Engar formlegar viðræður eru í gangi á milli ríkis og sveitarfélags um að leysa þann aðstöðuvanda sem Handknattleiks- og Körfuknattleikssambönd Íslands standa frammi fyrir, eftir því sem Morgunblaðið kemst næst.

Eins og fram hefur komið í blaðinu á umliðnum árum stenst ekkert mannvirki hérlendis þau skilyrði sem alþjóðasamböndin í viðkomandi íþróttagreinum setja þegar kemur að mótsleikjum hjá A-landsliðunum. HSÍ og KKÍ hafa síðustu árin fengið undanþágur til þess að spila heimaleikina á Íslandi og hefur starfsfólk Laugardalshallarinnar aðstoðað við að koma til móts við kröfurnar sem undanþágunum fylgja.

Í umfjöllun um mál þetta í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag kemur m.a. fram, að forráðamenn HSÍ og KKÍ hafa átt viðræður við mennta- og menningarmálaráðuneytið annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar um byggingu þjóðarleikvangs og komu þar sjónarmiðum sínum á framfæri. Síðasta vor tók gildi ný reglugerð hjá ráðuneytinu um „viðurkenningu þjóðarleikvanga í íþróttum“. Henni er ætlað að setja slíkar áætlanir í ferli sem byggist á því að íþróttasambönd sæki um í samstarfi við viðkomandi sveitarfélag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert