Ólga meðal Miðflokksmanna

mbl.is/Hari

Heimildir Fréttablaðsins herma að Birgir Þórarinsson og Sigurður Páll Jónsson séu afar ósáttir við framgöngu og endurkomu samflokksmanna sinna í Miðflokknum.

Samkvæmt Fréttablaðinu má búast við væntanlegri inngöngu Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar í Miðflokkinn á hverri stundu. Eins er samkvæmt frétt Fréttablaðsins alls óvíst hvaða áhrif endurkoma Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, gæti haft á þessa viðkvæmu stöðu í þinginu, en heimildir blaðsins herma að hann íhugi nú endurkomu í næstu viku.

Frétt á forsíðu Fréttablaðsins

Birgir Þórarinsson er oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Birgir Þórarinsson er oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Sigurður Páll Jónsson.
Sigurður Páll Jónsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is

Bloggað um fréttina