Óvæntur fjöldi kvenhetja í sögum af hvítabjörnum

Feðginin Rósa og Þórir nutu þess ævinlega að vera saman ...
Feðginin Rósa og Þórir nutu þess ævinlega að vera saman úti í náttúrunni.

Landganga hvítabjarna var algeng hér á landi fyrr á öldum og margar sagnir til af þeim og viðureignum mannfólksins við þessa stóru skepnu vetrarins. Þórir Haraldsson, líffræðikennari við Menntaskólann á Akureyri, safnaði í áratugi sögum af hvítabjörnum, sönnum og skálduðum, og nú hefur Rósa dóttir hans að honum gengnum tekið hans mikla safn heimilda saman í bók.

Bókin, sem heitir Hvítabirnir á Íslandi, var tilnefnd til Hagþenkisverðlauna nýverið í flokki fræðirita. Rósa er doktor í mannfræði og vísindafélagi við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri.

„Við pabbi vorum miklir vinir og náin feðgin. Ég fór mikið með honum í göngutúra úti í náttúrunni þegar ég var stelpa. Hann vann verkefni fyrir Náttúrufræðistofnun á sumrin og við gengum til að mynda saman upp að jökli við Dalvík á hverju ári til að framkvæma mælingar, því hann sá um að fylgjast með jöklinum. Nokkur sumur fór hann að telja plöntur í Vesturdal og þar gengum við um í heila viku og töldum plöntur. Hann kenndi mér alla flóruna á íslensku og líka á latínu. Frá því ég man eftir mér var pabbi að viða að sér heimildum um komur hvítabjarna til Íslands en ég hafði engan sérstakan áhuga á hvítabjörnum, enda var pabbi ekkert að reyna að gera þennan mikla áhuga sinn á bjarndýrum að áhuga annarra í fjölskyldunni,“ segir Rósa Rut Þórisdóttir, sem sendi frá sér fyrir síðustu jól bókina Hvítabirnir á Íslandi, en bókin er að stofni til byggð á handskrifuðu riti föður hennar, Þóris Haraldssonar, líffræðikennara við Menntaskólann á Akureyri. Bókin geymir bæði sannar frásagnir af landgöngu bjarndýra sem og þjóðsögur, en Rósa segir draum föður síns hafa verið að gera þessa áratuga söfnun aðgengilega fyrir almenning. Þórir lést 30. janúar fyrir sléttum fimm árum í dag og bókina vann Rósa í minningu föður síns.

Árið 1881 komu 63 bjarndýr

Menn við eggjatöku í Hornvík felldu fullvaxinn hvítabjörn 1963.
Menn við eggjatöku í Hornvík felldu fullvaxinn hvítabjörn 1963. Ljósmynd/Ole Olsen


„Vissulega var mikil vinna að slá inn handskrifað handrit hans, en rithönd pabba var skýr og falleg svo það var auðvelt að lesa hana. Þetta var heilmikil handavinna því ég þurfti að leita uppi margar heimildir pabba og finna þær nákvæmar. En það var mikil nánd í því fyrir mig að vinna með handskrifuð plöggin hans eftir að hann var fallinn frá. Það gerði mér gott,“ segir Rósa og bætir við að vinir og kunningjar pabba hennar hafi verið duglegir að gauka að honum sögum. „Einn vinur hans fékk til dæmis skriðusögur frá pabba í skiptum fyrir hvítabjarnarsögur. Pabbi safnaði öllu að sér, enda var hann kennari áður en internetið kom til sögunnar. Allt sem hann las og hélt að hann gæti mögulega notað seinna skráði hann á blað og setti í spjaldskrá. Þetta var hans „leitarvefur“ og hvítabirnirnir hlóðu af einhverjum ástæðum meira utan á sig en annað í þessari söfnun hans.“

Rósa segir að henni hafi komið á óvart hversu tíðar komur hvítabjarna hingað til lands voru.

„Þegar ég var að alast upp voru landgöngur mjög fátíðar; 1974 kom bjarndýr í Fljótavík, 1975 var bjarndýr á sundi skotið við Grímsey og árin þar á eftir sást til bjarndýra á ísjaðrinum norður af landinu. 1988 urðu menn varir við bjarndýr í fjörunni í Haganesvík en svo komu engir birnir hingað á land í 30 ár þar til tveir slíkir komu í Skagafjörð árið 2008. Raunveruleikinn var allt annar á nítjándu öld, til dæmis komu 63 bjarndýr á land frostaveturinn mikla árið 1881, gríðarlegt frost var hér á landi það ár. Til samanburðar komu „aðeins“ 27 hvítabirnir hér á land „hinn“ frostaveturinn mikla sem flestir kannast við, árið 1918. Þessar algengu komur slíkra hættulegra dýra, og fyrir vikið hinn mikli ótti við hvítabirni, sýna okkur hversu raunveruleiki fólks var víðsfjarri þeim sem nútíma Íslendingar tengja við hvítabirni.“

Jóhanna vann hetjudáð

1963 á Horni. Trausti og Kjartan Sigmundssynir með björn.
1963 á Horni. Trausti og Kjartan Sigmundssynir með björn.


Rósa nálgaðist bókarskrifin að hluta til út frá sínu fagi, mannfræðinni, enda hefur hún meiri áhuga á fólkinu sem mætti hvítabjörnum og tókst á við þá heldur en dýrunum sjálfum. Hún segir að það hafi komið henni mest á óvart hversu margar kvenhetjur komu þar við sögu.

„Þær eru mun fleiri en ég bjóst við, enda er sagan af komu hvítabjarna og viðureigna við þá oft afar karllæg, því eins og svo oft skrifa karlar niður þessar sögur eftir öðrum körlum. Það var ánægjulegt að finna þó nokkuð marga kvenskörunga í þessum frásögnum, þannig að í raun er að finna heilmikinn femínisma í bókinni. Konur sem tókust á við hvítabirni náðu ýmist að fella björninn eða féllu fyrir honum. Í einni af uppáhaldssögunum mínum í þessari bók er aðalhetjan ung stúlka, Jóhanna Aðalmundardóttir, sem bjó á Eldjárnsstöðum á Langanesi veturinn kalda 1918 þegar glorsoltinn hvítabjörn kom þar og fór alla leið inn í bæ. Þetta er rosaleg saga þar sem Jóhanna vinnur hetjudáð, hún tekur áhættuna og hleypur út úr bænum „þar sem hún gat búist við að ganga í kjaftinn á dýrinu“ til að sækja hjálp til manna í fjárhúsunum. En karlmaðurinn sem var inni með henni þorði ekki og ekki vildi hún senda gamalmennin eftir hjálp. Þetta er í fyrsta skipti sem frásögn er skrifuð strax daginn eftir að atburður um hvítabjörn á sér stað. Það sem gerðist var ritað nákvæmlega niður eftir heimafólki og það fékk að lesa yfir, svo allt væri rétt. Þetta er fyrir vikið mjög dýrmæt heimild,“ segir Rósa og bætir við að konur komi einnig við sögu í þjóðsögum af viðureignum við hvítabirni.

„Ég birti til dæmis í bókinni skemmtilegt söguljóð eftir Böðvar Guðmundsson frá 1966, en þar segir frá hvítabirni sem drepur og étur bónda nokkurn en giftist að því loknu konu hans og var samlíf þeirra mjög gott, bjarnarins og konunnar. Þjóðtrúin og þjóðsögurnar geyma skemmtilegar hugmyndir um hvítabirni, til dæmis að þeir ráðist ekki á barnshafandi konur og ráðist ekki á menn sem heita Björn. Ef einhver drepur bjarndýr sem ekki hefur gert neinum mein, þá hefnist honum fyrir. Það eru til raunverulegar sögur sem styðja þessi dæmi, eða hafa orðið til þess að fólk fór að trúa þessu. Nonna-bækurnar áttu líka stóran sess í hugum fólks og hugmyndum þess um hvítabirni, margir sem lásu þær áttu andvökunætur. Þetta var raunveruleg ógn, enda eru hvítabirnir stórhættulegar skepnur.“

Ég er erki-Akureyringur

Rósa hefur búið undanfarinn áratug í Belgíu með eiginmanni og tveimur sonum. „Ég flutti á sínum tíma til Parísar, tók ár í frönsku fyrir útlendinga í Sorbonne, til að ná tökum á tungumálinu og fór svo í doktorsnám þar í mannfræði. Ætlunin var að flytja aftur heim til Akureyrar að námi loknu, því ég er erki-Akureyringur. Þegar ég sé fallegar myndir frá Akureyri byrjar hjartað að slá. En ástin fór með mig á nýjar slóðir, ég kynntist manninum mínum í skólanum í París þar sem hann lagði stund á hagfræði. Og þegar honum bauðst starf hér í Brussel fylgdi ég honum þangað. En ég gerði mér ekki grein fyrir hvað fjöllin, sjórinn og norðurljósin skiptu mig miklu máli fyrir en ég flutti hingað út og er án þessara fyrirbæra sem voru hversdagsleg og sjálfsögð.“

Vinátta ekkjunnar og birnunnar

Greiði fyrir greiðaEkkjan gaf birnunni að borða og birnan færði ...
Greiði fyrir greiðaEkkjan gaf birnunni að borða og birnan færði henni fisk. Teikning eftir Hauk Halldórsson


Setbergsannáll segir að hafís hafi legið fyrir öllu Norðurlandi og hafi töluvert af sel komið með honum og Norðlendingar tekið fegins hendi þeirri búbót. Með ísnum komu einnig bjarndýr á land.

Ekki er neitt skrifað um skaða, sem þessi bjarndýr hafi unnið, enda líklegt að þau hafi aðallega veitt seli ef nóg var af þeim. Eitt þessara bjarndýra er hins vegar sagt hafa haft aðsetur sitt hjá ekkju nokkurri. Það var kvendýr. Það lagði ungum sínum undir rúmi einu í bænum. Var það meinlaust þar öllum mönnum.

Konan var barnmörg. Bannaði hún þeim að fást neitt við dýrsungana en hún gjörði dýrinu til góða og þessi skepna launaði henni aftur góðu í því að dýrið fór til sjávar og bar heim til hennar húsa fiskabrot og annað er rak af sjó og ætt var. Var þessari konu það mikill styrkur til matfanga fyrir sig og börn sín því það sem dýrið neytti ekki tók hún og sauð.

Skrafað var að dýrið hefði skipt í tvo staði því það heim bar. Dvaldi það hjá þessari konu þar til ungar þess voru orðnir sjálfbjarga og síðan fór það sinn veg með þá í burt þaðan en að þessum aðdrætti var mælt að konan hefði lengi búið.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Auknar líkur á ofanflóðum

Í gær, 23:55 Veðurstofan varar við auknum líkum á ofanflóðum á Snæfellsnesi og sunnanverðum Vestfjörðum í nótt og fyrramálið. Talsvert mikið rigndi á þessum slóðum í dag samfara leysingu í hlýindum. Meira »

Alþingi heldur sig frá samfélagsmiðlum

Í gær, 22:36 Engin áform eru uppi um að birta auglýsingar frá Alþingi á samfélagsmiðlum eins og Facebook, Instagram, YouTube og Twitter. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um auglýsingar á samfélagsmiðlum. Meira »

Óvænt í rekstur í Wales

Í gær, 22:20 Röð tilviljana leiddi til þess að Sveinbjörn Stefán Einarsson, tuttugu og þriggja ára gamall Íslendingur, varð meðeigandi að bókabúðinni Bookends í bænum Cardigan í Wales. Meira »

Utanríkisráðuneytið hlýtur jafnlaunavottun

Í gær, 21:45 Utanríkisráðuneytið hefur hlotið jafnlaunavottun frá Vottun hf. sem er staðfesting þess að jafnlaunakerfi ráðuneytisins samræmist kröfum jafnlaunastaðalsins. Meira »

Barátta óháð kapítalískum fyrirtækjum

Í gær, 21:37 „Verkalýðsbarátta snýst um að tryggja vinnuaflinu mannsæmandi afkomu sama hvað kapítalísk fyrirtæki gera,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, við mbl.is. Fundi verkalýðsfélaga við SA var slitið fyrr en áætlað var í dag vegna óvissunnar varðandi WOW air. Meira »

Hefur gengið 1.157 sinnum á Ingólfsfjall

Í gær, 21:25 „Éljagangur og þoka eins og stundum hafa komið stoppa mig ekki. Mér er fyrir öllu að hreyfa mig og halda mér í formi og því eru fjallgöngurnar fastur liður í mínu daglega lífi,“ segir Magnús Öfjörð Guðjónsson á Selfossi. Hann er útivistargarpur og gengur nánast daglega á Ingólfsfjall sem er bæjarfjall Selfossbúa. Meira »

Kröfuhafar hlynntir endurreisn WOW air

Í gær, 20:58 Kröfuhafar WOW air funduðu klukkan hálfsjö í kvöld. Fundarefnið var áætlun um að umbreyta skuldum WOW air í 49% hlutafjár í félaginu. Samkvæmt heimildum blaðsins var einhugur um áætlunina. Hreyfði enginn mótmælum. Meira »

Fyrirhuguð verkföll á næstunni

Í gær, 19:20 Takist ekki að semja í yfirstandandi kjaradeilum og afstýra þar með frekari verkföllum, að minnsta kosti á meðan tekin er afstaða til þess sem samið hefur verið um, eru eftirfarandi verkföll fram undan miðað það sem hefur verið ákveðið. Meira »

Yrði að sjálfsögðu högg

Í gær, 19:13 Ríkisstjórnin hefur áhyggjur af stöðu WOW air og hefur haft lengi. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að erfiðleikarnir hafi legið ljósir fyrir í töluverðan tíma. Forsvarsmenn WOW air funduðu í dag með Samgöngustofu. Meira »

Ólíklegt að skuldum verði breytt í hlutafé

Í gær, 19:08 Jón Karl Ólafs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Icelanda­ir Group, hefur efasemdir um að kröfuhafar WOW air, eins og flugvélaleigusalar, séu tilbúnir að breyta kröfum sínum yfir í hlutafé. Jón Karl sagði í viðtali við þau Huldu og Loga á K100 síðdegis að dagurinn í dag væri dagur ákvarðana hjá WOW air. Meira »

„Menn hafa áhyggjur af stöðunni“

Í gær, 18:40 Staðan á flugmarkaði verður meðal þess sem umhverfis- og samgöngunefnd fjallar um á fundi sínum í fyrramálið. Jón Gunnarsson, formaður nefndarinnar, segir að sú umræða hafi verið ákveðin með skömmum fyrirvara. Meira »

Aflýsa öðru flugi frá London

Í gær, 18:20 Flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur sem áætlað var seint í kvöld hefur verið aflýst. Þetta er annað flugi WOW air frá Gatwick til Keflavíkur í dag sem er aflýst, en flugi félagsins til Lundúna í morgun var aflýst. Meira »

„Hvernig ráðum við bót á þessu böli?“

Í gær, 17:22 „Við höfum heyrt allt of margar sögur þar sem verið er að brjóta mjög gróflega á réttindum starfsfólks, sem býr við algjörlega óviðunandi aðstæður og er í aðstöðu gagnvart vinnuveitanda sínum sem er á engan hátt ásættanleg,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, á þingi í dag. Meira »

Svigrúm til launahækkana mögulega minna

Í gær, 17:17 „Þeim mun alvarlegri sem svona skellur verður, þeim mun minna svigrúm verður fyrir ferðaþjónustuna að hækka lægstu laun. Krafan sem er í gangi hjá verkalýðshreyfingunni á Íslandi er einmitt að hækka lægstu laun,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

Koma ekki til byggða fyrr en í kvöld

Í gær, 17:13 Búið er að koma hluta af jeppafólki sem var í bílum sunnan Langjökuls til byggða. Ekkert amar að fólkinu, sem lenti í vandræðum við Langjökul í gærkvöldi og óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um miðnætti eftir að bílar þeirra ýmist biluðu eða festu sig. Meira »

Vél WOW lögð af stað frá Montréal

Í gær, 16:45 Flugvél WOW Air, TF-DOG, tók á loft frá flugvellinum í Montréal í Kanada klukkan 12.06 að staðartíma, 16.06 að íslenskum tíma, en hún var send af stað eftir að önnur vél félagsins var kyrrsett á vellinum. Meira »

Framkvæmdir hefjast á næstunni

Í gær, 16:25 Reiknað er með að framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefjist á næstunni í kjölfar þess að útboði vegna þeirra lauk á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um tvö ár. Meira »

Vill svör um Herjólf og Landeyjahöfn

Í gær, 16:08 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, óskaði í dag eftir sérstökum fundi í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis til þess að ræða stöðuna á nýjum Herjólfi og dýpkun Landeyjahafnar. Vill hann fá skýrari svör frá Vegagerðinni. Meira »

Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar

Í gær, 15:51 „Er ekki ástæða til þess að beina þessum þriðja orkupakka til þjóðarinnar og gefa henni kost á að svara hvort hún vilji hann eða ekki?“ spurði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, á Alþingi í dag undir óundirbúnum fyrirspurnum. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Til sölu ljóðabréf frá Davíð Stefánssyni til vin...