Leyfa aukaíbúðir í húsum

Nethylur, Ártúnsholti en þar verða aukaíbúðir heimilaðar.
Nethylur, Ártúnsholti en þar verða aukaíbúðir heimilaðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skipulagsyfirvöld í Reykjavík ætla að heimila 1.730 íbúðir í þremur grónum hverfum; Ártúnsholti, Árbæ og Selási. Þar af yrðu heimilaðar rúmlega þúsund aukaíbúðir í núverandi sérbýli. Það yrði veruleg þétting byggðar.

Sambærilegar heimildir verða svo veittar í öðrum borgarhlutum en þær verða misjafnar eftir hverfum.

Ævar Harðarson, verkefnisstjóri hverfisskipulags hjá Reykjavíkurborg, segir að með breytingunum verði hægt að bjóða ódýrari íbúðir en á dýrum lóðum miðsvæðis.

„Það er verið að setja íbúðir á svæði sem eru þegar byggð. Sumar aukaíbúðirnar þarf ekki að byggja heldur þarf aðeins að setja upp létta innveggi,“ segir Ævar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Áformað í öllum borgarhlutum

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur, segir að á næstu misserum verði slíkar breytingar kynntar í níu öðrum borgarhlutum. Með þeim gæti smáíbúðum fjölgað mikið í Reykjavík, ekki síst í grónum hverfum með bílskúrum og stórum lóðum.

„Við erum líka að gefa íbúunum færi á að hafa leiguíbúðir innan síns húsnæðis sem geta þá verið tekjuaukandi og aukið verðmæti eignarinnar. Það er til dæmis íbúðarhúsnæði í mörgum bílskúrum í dag, þótt slíkt sé ekki löglegt. Þetta snýst því líka um að stíga skrefið í átt að raunveruleikanum. Þessar breytingar verða gerðar í öllum hverfum borgarinnar. Það er verið að halda í byggðamynstrið en auka nýtingarmöguleika,“ segir hún.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert