11.400.000 dósir og flöskur fóru í ruslið

Flöskur og dósir. 11,4 milljónum umbúða var hent á höfuðborgarsvæðinu …
Flöskur og dósir. 11,4 milljónum umbúða var hent á höfuðborgarsvæðinu í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi á síðasta ári hent 11,4 milljónum áldósa og plast- og glerflaskna í ruslið í stað þess að fara með þær í endurvinnslu og fá skilagjald. Þetta sýnir húsasorpsrannsókn Sorpu.

Fyrir þetta magn drykkjarumbúða hefðu fengist um 182,5 milljónir á á móttökustöðvunum þar sem 16 krónur eru greiddar fyrir stykkið, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Rannsóknin er þannig gerð að tekin eru sýni úr sorphirðubílum og pressugámum. Þetta var fyrst rannsakað sérstaklega árið 2012 og það árið er talið að 12,7 milljónum drykkjarumbúða, sem fá má skilagjald fyrir, hafi verið hent. Séu tölur frá þeim tíma og þar til nú lagðar saman má áætla að á undanförnum sjö árum hafi umbúðir fyrir rúman milljarð endað hjá Sorpu og farið í urðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert