Aukaíbúðir gætu skapað tekjur en ýtt undir nágrannaerjur

Víða er búið í bílskúrum í Reykjavík. Fjölga á aukaíbúðum …
Víða er búið í bílskúrum í Reykjavík. Fjölga á aukaíbúðum í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eigendur íbúða í fjölbýlishúsum gætu fengið greiðslur fyrir aukaíbúðir vegna nýrra aukahæða. Borgin undirbýr heimildir fyrir slíkum aukahæðum í fjölbýli.

Sigurður Helgi Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og formaður Húseigendafélagsins, segir verðmæti verða til þegar byggingarréttur er nýttur. Þau deilist milli eigenda eftir eignarhlut í húsi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Grétar Jónasson, framkvæmdastjóri Félags fasteignasala, breytingarnar á margan hátt spennandi. Hins vegar geti aukið byggingarmagn á lóðum ýtt undir nágrannaerjur. Þá geti fjölgun íbúða í grónum hverfum aukið enn á skort á bílastæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert