Hægagangur í viðræðum og óvissa

Friðbert Traustason.
Friðbert Traustason. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Afar hægur gangur er á kjaraviðræðum Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtaka atvinnulífsins (SA) en samningar um 4.000 félagsmanna í bönkunum og fleiri fjármálastofnunum runnu út um áramótin.

Friðbert Traustason, formaður SSF, segir kjaradeilu stéttarfélaganna fjögurra í ASÍ og SA, sem er til sáttameðferðar í Karphúsinu, lita allar aðrar kjaraviðræður á vinnumarkaði án sýnilegs árangurs skv. fréttum. Þá gagnrýnir hann aðkomu ríkisstjórnarinnar og yfirlýsingar ráðherra við upphaf kjaraviðræðna, sem menn hafi ekki áður kynnst í kjaraviðræðum á síðari árum. Venjulega komi ríkið að kjaramálunum á síðustu stigum viðræðna.

„Ég man ekki eftir því allan þann tíma sem ég hef verið í þessum málum að ríkisstjórnin gefi í upphafi kjarasamninga jafnvel sl. haust bein loforð um að hún muni koma að viðræðunum og lausn kjaradeilna með einhverjum verulegum hætti og menn vita ekkert hvað er í þeim pakka,“ segir hann. Þetta eigi sinn þátt í því að mikill hægagangur sé í viðræðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert