Líklega ákært í plastbarkamálinu

Björn Zoëga var forstjóri Landspítalans og tekur nú við stjórn …
Björn Zoëga var forstjóri Landspítalans og tekur nú við stjórn Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, sem er mun stærri stofnun. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björn Zoëga, verðandi forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi, segir að bæði sjúkrahúsið og háskólahluti Karólínska telji að svonefndu plastbarkamáli sé að mestu lokið af þeirra hálfu.

„Það sem er ólokið hér, samkvæmt fjölmiðlum, er að saksóknari er enn með málið hér í Svíþjóð. Hann hefur sagt að líklega verði gefnar út sakamálaákærur í málinu einhvern tíma á næstunni. Málið verður þá rifjað upp enn og aftur og reynt að læra af þeim mistökum sem virðast hafa orðið þarna,“ segir Björn í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Hann tekur við starfi forstjóra Karólínska sjúkrahússins í Stokkhólmi fyrir mitt árið. Hann sótti ekki um starfið en var beðinn að hitta stjórn sjúkrahússins í sumar. Í framhaldi af því fór hann í ákveðið ferli, gekkst undir próf og var síðan ráðinn í starfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert