Sósíalistaflokkurinn bætir enn við sig

Sanna Magdalena Mörtudóttur, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands.
Sanna Magdalena Mörtudóttur, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands. mbl.is/Kristinn Magnúsosn

Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra mælist nú 49% og hefur aukist frá síðasta mánuði samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar Gallups. Fjallað er um könnunina á fréttavef Ríkisútvarpsins.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,4% og Samfylkingin með 19%. Píratar eru með 12,7%, Vinstri hreyfingin – grænt framboð með 11,3% og Viðreisn með 9,1%.

Framsóknarflokkurinn mælist með 8,8%, Miðflokkurinn með 6,5%, Sósíalistaflokkurinn 5,3% og Flokkur fólksins með 3,7%. Sósíalistaflokkurinn mældist með rúmlega 3% fylgi í desember og hafði þá bætt við sig ríflega tveimur prósentustigum.

Heildarúrtaksstærð könnunarinnar var 4.241 og þátttökuhlutfallið var 54,4 prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina